Innlent

Ekki búið að ákveða laun stjórnarmanna Bankasýslunnar

Þorsteinn Þorsteinsson, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins.
Þorsteinn Þorsteinsson, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins.
Ekki er búið að ákveða hver laun stjórnarmanna Bankasýslu ríkisins verða. Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, segir að laun stjórnamanna komi ekki til með að bætast við útgjöld ríkisins vegna stofnunarinnar sem áætlanir geri ráð fyrir að verði 70-80 milljónir króna á ári.

Bankasýslu ríkisins er ætlað að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hún tók til starfa í fyrradag þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, skipaði stjórn stofnunarinnar. Eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar verður að ráða forstjóra fyrir stofnunina sem jafnframt verður eini starfsmaður hennar. Kjarráð ákveður laun forstjórans.


Tengdar fréttir

Bankasýsla ríkisins tekur til starfa

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur skipað í stjórn Bankasýslu ríkisins og hefur hún formlega tekið til starfa. Bankasýslu ríkisins er ætlað að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Afskipti ríkisins aukast

Lög um Bankasýslu ríkisins og stofnun opinbers hlutafélags þýða að afskipti ríkisins af atvinnulífi munu aukast. Bankasýslan tekur til starfa á næstu dögum og verið er að skipa í stjórn. Í dómsmálaráðuneyti er unnið að lagabreytingum til að fjölga nauðungarsamningum á kostnað gjaldþrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×