Innlent

Fleiri drekka íslenska vatnið

Sala á Icelandic Glacial-vatni jókst um tæp áttatíu prósent á milli ára í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/Anton
Sala á Icelandic Glacial-vatni jókst um tæp áttatíu prósent á milli ára í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/Anton
„Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial. Um ár er síðan fyrirtækið stækkaði við sig í Þorlákshöfn.

Sala fyrirtækisins jókst um 78 prósent í Bandaríkjunum síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt tölum frá bandaríska fyrirtækinu Information Resources, Inc. (IRI) og er það mesta aukning á bandarískum markaði með hágæðavatn.

Til samanburðar jókst sala næstmest á vatni undir merkjum Voss Convenience um tuttugu prósent á milli ára. Jón segir mestu skipta í markaðssetningu að íslenska vatnið er trúverðugt. „Það er hreint og gott. Þeir sem drekka vatnið einu sinni vilja ekkert annað,“ segir hann. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×