Fleiri fréttir

Vilja vana kynferðisbrotamenn

Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt lög um að kynferðisbrotamenn skuli vanaðir með lyfjum. Lögin eiga bæði við um þá sem eru dæmdir fyrir barnaníð og þá sem eru dæmdir fyrir nauðgun. Enn á eftir að samþykkja lögin í öldungadeild þingsins og þar á eftir mun forseti landsins þurfa að samykkja þau áður en þau taka gildi.

Efast um skýringar utanríkisráðuneytisins

Gísli Ásgeirsson þýðandi efast um að þær skýringar sem utanríkisráðuneytið hefur gefið á því að spurningalisti Evrópusambandsins verður ekki þýddur.

Greiðslubyrði lána færð aftur fyrir hrun

Greiðslubyrði lána verður færð aftur fyrir hrun og það sem eftir stendur af lánum að lánstíma loknum verður afskrifað, samkvæmt aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnir á allra næstu dögum.

Vill skýra sýn í atvinnu- og orkumálum

Ákvörðun iðnaðarráðherra um að framlengja ekki viljayfirlýsingu um álver á Bakka kemur Unni Brá Konráðsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á óvart. Yfirlýsingar um málið hafi verið í hina áttina undanfarna daga.

Ökuníðingur veittist að lögreglumönnum

Lögreglan handtók mann í Hraunbænum skömmu eftir hádegið í dag. Hann hafði ekið undir áhrifum áfengis og keyrt á tvo bíla. Þegar lögreglumenn hugðust ræða við manninn veittist hann að þeim. Hann var handtekinn og er nú í haldi lögreglunnar.

Veðrið lék ekki við Skagfirðinga

Laufskálaréttir í Skagafirði hófust í dag en smölun á rúmlega fimm hundruð hrossum hófst klukkan tíu í morgun og hófust réttirnar svo um eittleytið. Búist er við að hátt á annað þúsund manns fylgist með réttunum sem eru vinsæll árlegur viðburður í Skagafirðinum.

Viljayfirlýsing um álver ekki framlengd

Iðnaðarráðherra kynnti Alcoa í morgun þá niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að viljayfirlýsing um álver við Húsavík verði ekki framlengd. Jafnframt kynnti ráðherra aðra hugmynd sem Alcoa hyggst skoða. Forstjóri Alcoa lýsir vonbrigðum en segir að fyrirtækið muni engu að síður halda áfram undirbúningsvinnu vegna álvers á Bakka.

Formaður utanríkismálanefndar yfirgaf Moggabloggið

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, er hættur að blogga á vef Morgunblaðsins. Á vef sínum segir Árni Þór ekki hvað valdi vistaskiptunum en ákvörðunina tók hann eftir að gerð var breyting á ritstjórn Morgunblaðsins.

Bæta aðgengið fyrir fatlaða

Framkvæmdir standa nú yfir við Egilshöll í Grafarvogi, sem miða að því að auka nýtingu hússins og bæta íþróttaaðstöðu þar.

Illt að þjóðin gangi í ábyrgð fyrir fjárglæframenn

Lausn Icesave málsins myndi ekki breyta því að það er illt að þjóðin skuli þurfa að ganga í ábyrgð fyrir fjárglæframenn sem nýttu sér hið sér hið góða nafn hennar á óábyrgan hátt, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.

Fjallvegir ófærir en Arnkötludalur hafður lokaður

Þorskafjarðar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiði eru nú allar ófærar vegna snjóa, sem og Hrafnseyrarheiði, og neyðast vegfarendur á leið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur því til að aka um Hrútafjörð, sem er yfir 40 kílómetrum lengri leið. Nýja veginum um Arnkötludal er ætlað leysa þrjá fyrstnefndu fjallvegina af hólmi en Vegagerðin sá ástæðu til þess í gær að tilkynna sérstaklega að Arnkötludalsvegur væri lokaður, en ökumenn voru byrjaðir að aka veginn framhjá skiltum sem sögðu hann lokaðan.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar hafinn

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar hófst í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir hádegi með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur formanns flokksins og forsætisráðherra. Dagskráin gerir svo ráð fyrir að Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra taki við.

Grunur um að rafmagn hafi valdið eldinum

Grunur leikur á að eldurinn í Höfða í gær hafi kviknað út frá rafmagni en tildrög brunans eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir brunatryggingu greiða allt tjón sem varð í gær. Blessunarlega hafi öllum menningarverðmætum hússins verið bjargað en brýnt sé að koma húsinu aftur í notkun sem fyrst.

Rændu gullsmíðaverkstæði í Álaborg

Tveir menn huldir reykgrímurm réðust á í morgun inn í gullsmíðaverkstæðið N.P. Nielsen í Bispensgade í Álaborg og flúðu á brott með skartgripi að verðmæti allt að 100 þúsund dönskum krónum eða um 2,5 milljónum íslenskra.

Lögreglan lýsir eftir 14 ára gamalli stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, að beiðni barnaverndarnefndar Kópavogs, lýsir eftir Karen Lind Sigurpálsdóttur, fædd árið 1995. Karen Lind var vistuð norður í landi en mun hafa strokið þaðan í gær. Ekkert er vitað hvar hún er niðurkomin. Hún er meðalhá, með ljóst sítt hár. Ef einhver getur veitt upplýsingar um ferðir Karenar, eða hvar hana er að finna, vinsamlegast hafið samband í síma 444 1000.

Eftirlitsmenn SÞ mega skoða auðgunarstöð á Úrani

Eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna er velkomið að skoða nýja auðgunarstöð á úrani sem Íranar hafa komið sér upp. Þetta segir Mahmoud Ahmadinejad forseti landsins. Íranar voru harðlega gagnrýndir í gær af leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands eftir að upplýst var að þeir hefðu leynilega komið sér upp nýrri auðgunarstöð á úrani.

Fundaði með utanríkisráðherrum Breta og Hollendinga

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, og Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands, áttu í gær formlegan fund í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Var eitt sinn híbýli róna

„Þetta er nú sennilega það hús í Reykjavík sem er frægast allra húsa,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem fylgdist með slökkvistarfinu.

Yfirgáfu bílinn eftir að hann festist

Tveir menn sem leitað var að við Hvalfell inni af Botnsdal í Hvalfirði í fyrrinótt fundust heilir á húfi eftir nokkurra klukkustunda leit áttíu björgunarsveitarmanna í slagviðri í fyrrinótt.

Sala lambakjöts dregst saman

Sala lambakjöts hefur dregist mikið saman á síðastliðnu ári og er efnahagsástandinu kennt um. Salan er þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum ársins seldust 3.155 tonn en sömu mánuði í fyrra seldust 4.164 tonn.

Ráðið aftur ef verkefnum fjölgar

vinnumarkaður Þrjátíu starfsmönnum Jarðborana hf. var sagt upp störfum í gær. Uppsagnirnar eru sagðar liður í nauðsynlegum samdráttaraðgerðum. Verkefnum Jarðborana hf. hafi fækkað verulega og tafir á boðuðum stórframkvæmdum hafi neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækisins.

Óstöðugleiki Akkilesarhællinn

Efnahagsmál Ísland dettur niður um sex sæti í árlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum (WEF), á samkeppnishæfni landa. Ísland er í 26. sæti af 133 ríkjum, en var í 20. sæti á síðasta ári. Óstöðugleiki í efnahagslífinu er helsti veikleiki Íslands.

Ný Seðlabankalög ef vextirnir lækka ekki

efnahagsmál Stjórnvöld verða að taka ráðin af Seðlabankanum og setja ný lög um bankann ef stýrivextir verða ekki lækkaðir verulega á næstu vikum. Þessa skoðun setti Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fram á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. Ögmundur Jónas­son heilbrigðisráðherra setti fram sömu skoðun í júní.

Herjólfur heim eftir slippinn

samgöngur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er á heimleið eftir slipptöku á Akureyri. Hún fer fyrstu ferð sína á milli lands og Eyja nú í morgunsárið. Ferjan Baldur, sem leysti Herjólf af, snýr til baka og hefur á ný siglingar yfir Breiðafjörð.

Áfram þokast í viðræðum um Icesave

efnahagsmál Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka Icesave-málinu í þessari viku, en þær vonir eru nú brostnar. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkjanna þriggja og hefur málið þokast áfram.

Enn rætt við kröfuhafana

viðskipti Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, lét af störfum í gær í tengslum við fjárhagslega endur­skipulagningu félagsins. Atorka fékk greiðslustöðvun til þriggja mánaða í júní og sótti í gær eftir framlengingu til októberloka.

Stóra samsteypan gæti lifað

Angela Merkel Þýskalandskanslari á sér þá ósk heitasta að losna úr stjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata og mynda samsteypustjórn með Frjálsum demókrötum. Hvort henni verður að ósk sinni ræðst á morgun, þegar Þjóðverjar kjósa sér nýtt þing.

Allir fái að fjárfesta í orkunni

stjórnmál Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, vill breyta lögum um fjárfestingu útlendinga í orkugeiranum en samkvæmt þeim mega aðeins aðilar innan EES eiga í íslenskum orkufyrirtækjum.

Boða nýtt regluverk

„Hið gamla kerfi alþjóðlegrar efnahagssamvinnu heyrir sögunni til. Nýja kerfið, frá og með deginum í dag, er komið af stað,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, á leiðtogafundi tuttugu mestu iðnríkja heims í Pittsburgh í Bandaríkjunum.

Barnaníðinga verður að gelda

Neðri deild pólska þingsins samþykkti í gær frumvarp sem gerir yfirvöldum skylt að gelda barnaníðinga með lyfjagjöf. Frumvarpið fer nú til efri deildar þingsins, en þarf einnig samþykki forsetans. Talið er víst að það verði að lögum.

Hanna Birna: Þetta er dagurinn sem Höfða var bjargað

“Sem betur fer getum við nú sagt að þetta sé dagurinn sem Höfða var bjargað. Húsið er, eins og allir vita algjörlega ómetanlegt og þess vegna er okkur öllum efst í huga þakklæti til allra þeirra sem tryggðu að svo vel tókst til. Borgaryfirvöld vilja þakka öllum þeim sem að slökkvistarfinu og björgun verðmæta komu, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lögreglu og starfsmönnum Reykjavíkurborgar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, um eldsvoðann í Höfða.

Frjálslyndir ekki af baki dottnir

Frjálslyndi flokkurinn ætlar að bjóða fram í næstu sveitastjórnarkosningum samkvæmt tilkynningu á heimasíðu þeirra. Þar kemur fram að flokkurinn hyggst bjóða sig fram í Grindavík, Kópavogi, Ísafirði, Skagafirði og Reykjavík.

Rafmagnslaust í Breiðholti

Fyrir stundu varð háspennubilun í Breiðholti sem olli því að rafmagnslaust er í Hóla- og Fellahverfi. Rafmagnið fór af upp úr klukkan átta í kvöld.

Mun ekki brjóta trúnað og birta í Morgunblaðinu

Davíð Oddsson, nýr ritstjóri Morgunblaðsins, sagði í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá Einum nú í kvöld að hann myndi ekki rjúfa trúnað við rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins.

Bíóferðir kostuðu rúma milljón

Ferð Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra og aðstoðarmanns hennar, á kvikmyndahátið í Kanada nú í september, kostaði ríkið eina komma tvær milljónir króna. Tæp hálf milljón fór í að greiða tvemenningunum dagpeninga.

Borgarstjórn ber út menningaverðmæti

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, bera út málverk og sófasett úr Höfða.

Sjá næstu 50 fréttir