Innlent

Vegagerðin: Færð getur snöggversnað næsta sólarhringinn

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Á Öxnadalsheiði er komin hálka og krapasnjór samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Þorskafjarðarheiði, Steinadalsheiði, Hrafnseyrarheiði og á Dynjandisheiði.

Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði.

Þungfært er um Tröllatunguheiði.

Vegagerðin vill vekja athygli vegfarenda á það er slæm veðurspá næsta sólahring og færð getur versnað snögglega.

Aðrir vegir eru greiðfærir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×