Innlent

Um 100 manns stóðu vaktina vegna brunans í Höfða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldurinn læsti sig í þak og milliloft hússins. Mynd/ Vilhelm.
Eldurinn læsti sig í þak og milliloft hússins. Mynd/ Vilhelm.
Um 100 manna lið á vegum Slökkviliðs Reykjavíkur stóð vaktina í gær þegar eldur kviknaði í Höfða við Borgartún.

Slökkviliðsmaður sem fréttastofa náði tali af í morgun sagði að eldurinn hefði fyrst og fremst verið í þaki hússins og á millilofti. Hins vegar hefði verið mikill hiti og dökkur reykur í húsinu og ekki hefði mátt miklu muna að verr færi. Eldur hefði ekki komist inn á aðalhæðirnar tvær en einhverjar skemmdir hafi orðið vegna vatns.

Næstu daga verður unnið að því að ná raka úr öllum innviðum hússins en þangað til liggur ekki ljós fyrir hversu miklar skemmdirnar á húsinu eru. Talið er að tekist hafi að bjarga öllum helstu menningarverðmætum úr húsinu en slökkviliðsmenn og borgarstarfsmenn unnu að björgun þeirra í gær.

Eldsupptök eru ekki kunn en lögreglan vinnur að rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×