Innlent

Sala lambakjöts dregst saman

lambakjöt Landinn kaupir síður lambakjöt þegar harðnar á dalnum.
lambakjöt Landinn kaupir síður lambakjöt þegar harðnar á dalnum.

Sala lambakjöts hefur dregist mikið saman á síðastliðnu ári og er efnahagsástandinu kennt um. Salan er þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum ársins seldust 3.155 tonn en sömu mánuði í fyrra seldust 4.164 tonn.

Eins og blaðið sagði frá nýlega stefnir í að um þriðjungur af haustframleiðslu lambakjöts verði fluttur úr landi. Helstu markaðir eru í Bretlandi, Noregi, Færeyjum, á Spáni og í Bandaríkjunum.- shá








Fleiri fréttir

Sjá meira


×