Innlent

Illt að þjóðin gangi í ábyrgð fyrir fjárglæframenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna segir að Íslendingar hafi staðið einir i Icesave baráttunni. Mynd/ GVA.
Jóhanna segir að Íslendingar hafi staðið einir i Icesave baráttunni. Mynd/ GVA.
Lausn Icesave málsins myndi ekki breyta því að það er illt að þjóðin skuli þurfa að ganga í ábyrgð fyrir fjárglæframenn sem nýttu sér hið sér hið góða nafn hennar á óábyrgan hátt, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.

Hún sagði að Icesave málið hafi reynst þungbært og tafir á lausn þess hafi þegar valdið þjóðinni miklum skaða. Málið hafi verið eitt það erfiðasta sem þjóð og þing hafi gengið í gegnum frá lýðveldisstofnun.

„Og okkur finnst sem Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Bretar og Hollendingar hafi ekki tekið sinn hluta af ábyrgðinni af gölluðu regluverki og áhættuni í alþjóðlegum bankarekstri. En við höfum staðið ein í þessari baráttu og ekki fengið stuðning við okkar sjónarmið," sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði að það hafi fengist í gegn, sem vissulega hefði átt að vera auðsótt en hefði kostað baráttu og ákveðni, að Hollendingar og Bretar væru nú að skoða fyrirvara Alþingis með það að markmiði að þeir verði viðauki við þá samninga sem gengið var frí í byrjun sumars.

Jóhanna sagði að meginatriðið í sínum huga væri að greiðslugetu og efnahag ríkisins yrði ekki á neinum tímapunkti stefnt í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×