Innlent

Veðrið lék ekki við Skagfirðinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Halldór í Ásgeirsbrekku var einn þeirra sem ráku hrossin til réttar og lenti hann í snjókomu. Mynd/ Feykir.
Halldór í Ásgeirsbrekku var einn þeirra sem ráku hrossin til réttar og lenti hann í snjókomu. Mynd/ Feykir.
Smölun á rúmlega fimm hundruð hrossum hófst klukkan tíu í morgun og hófust Laufskálaréttirnar sjálfar svo um eittleytið. Búist var við að hátt á annað þúsund manns fylgist með réttunum sem eru vinsæll árlegur viðburður í Skagafirðinum.

Veður lék hins vegar ekki við mannskapinn og hefur það eflaust sett strik í reikninginn. Eins og fram kemur á vefnum Feyki mættu þó margir og voru með brjóstbirtuna uppi við. Hún yljaði mönnum sem aldrei fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×