Innlent

Ráðherra hvatti til brota á samkeppnislögum

„Ég gat ekki betur heyrt en Jón Bjarnason væri að hvetja til brota á samkeppnis­lögum," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.

„Það að ráðherra geri slíkt er fáránlegt."

Jóhannes gagnrýnir að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hafi í Kastljósi fyrr í vikunni hvatt til að bændur og afurðastöðvar gætu rætt saman í ró og næði um vöruverð og önnur sameiginleg mál sín.

Jóhannes segir norræn samkeppnisyfirvöld telja að aukin samkeppni sé besta leiðin til að stytta kreppuna. Ráðherrann virðist hins vegar vilja draga úr samkeppni og tala fyrir aukinni einokun landbúnaðar á kostnað neytenda.- pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×