Innlent

Höskuldur gagnrýnir orð seðlabankastjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson sendi þingmönnum tóninn á fimmtudaginn. Mynd/ GVA.
Már Guðmundsson sendi þingmönnum tóninn á fimmtudaginn. Mynd/ GVA.
„Ég geri alvarlegar athugasemdir við þennan málflutning seðlabankastjóra," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði, þegar að hann útskýrði stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á fimmtudaginn, að litlar líkur væru á því að stýrivextir lækkuðu á meðan að endurskoðun efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri óafgreidd. Seðlabankastjóri sagði að málið hefði strandað á Icesave deilunni og það ættu þeir sem véluðu um málið að hafa í huga. Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þessi orð í kvöldfréttum RÚV í gær.

Höskuldur segir að menn geti ekki lengur skýlt sér fyrir gagnrýni á aðgerðarleysi og ákvörðunarfælni með því að vísa í Icesave. Talað hafi verið um að stýrivextir myndu lækka eftir að skipt var um seðlabankastjóra í febrúar síðastliðnum. Hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar ákveðið var að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Nú geti menn ekki skýlt sér á bak við Icesave. „Ég tel að almenningur kaupi ekki lengur að það sé einhverju öðru um að kenna en ákvarðanarfælni stjórnvalda," segir Höskuldur. Menn geti ekki lengur tengt stýrivaxtaákvarðanir við rök sem fást ekki staðist.

Þá bendir Höskuldur á að Icesave málið sé fullklárað inni í þinginu. alþingi sé búð að segja sína skoðun á málinu og henni verði ekki breytt. Annað hvort falli Icesave samninganir eða Bretar og Hollendingar sætti sig við þá fyrirvara sem Alþingi settu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×