Erlent

Barnaníðinga verður að gelda

Neðri deild pólska þingsins samþykkti í gær frumvarp sem gerir yfirvöldum skylt að gelda barnaníðinga með lyfjagjöf. Frumvarpið fer nú til efri deildar þingsins, en þarf einnig samþykki forsetans. Talið er víst að það verði að lögum.

Lögin munu ná til þeirra sem nauðga börnum yngri en fimm­tán ára, eða nákomnum ættingjum. Þá verður heimilt að gelda þá sem nauðga börnum á aldrinum fimmtán til átján ára.

Pólsk lög leyfa í dag geldingu barnaníðinga með lyfjagjöf, en aðeins ef þeir óska sjálfir eftir þeirri meðferð. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×