Innlent

Málefnahópar halda áfram vinnu við stjórnarsáttmála

Jón Bjarnason, þingmaður VG, situr í nefnd um ríkisfjármálin.
Jón Bjarnason, þingmaður VG, situr í nefnd um ríkisfjármálin.
Málefnahópar stjórnarflokkanna í tengslum við gerð nýs stjórnarsáttmála halda áfram störfum í dag. Þá er líklegt að forystufólk flokkanna fundi einnig í dag.

Reikna má með að flokkarnir séu að ná saman um lausn á evrópumálunum, þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna lýstu því yfir í upphafi viðræðna að þau mál yrðu að klárast áður en farið yrði í önnur stór mál. Hópur um ríkisfjármál og fleiri mál hófu störf í gær og því líklegt að flokkarnir séu að ná lendingu.

Búist er við að nýr stjórnarsáttmáli liggi meira og minna fyrir undir lok vikunnar og því líklegt að Alþingi verði kallað saman til sumarþings einhvern tíma í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×