Innlent

Heiðmerkurárásin ekki tengd einelti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjórar stúlkur gáfu sig fljótlega fram eftir árásina. Sviðsett mynd.
Fjórar stúlkur gáfu sig fljótlega fram eftir árásina. Sviðsett mynd.
„Það er búð að ræða við alla nemendur í unglingadeildinni. Það var gert strax morguninn eftir af því að auðvitað eru þau skelfingu lostinn yfir því að samnemandi lendi í þessu," segir Brynhildur Ólafsdóttir, skólastjóri í Álftamýraskóla, í samtali við fréttastofu.

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum var ráðist á fimmtán ára gamla stúlku, sem er nemandi við skólann, í Heiðmörk á miðvikudaginn. Brynhildur segir að fylgst verði með nemendum á næstu dögum eins og þurfa þyki

Fréttastofa hefur greint frá því að ráðist hafi verið á stúlkuna og símanum hennar stolið tveimur vikum áður en árásin í Heiðmörk var gerð. Brynhildur segir að viðkomandi stúlka hafi alls ekki verið lögð í einelti í skólanum. „Nei, nei, langt frá því. Þetta er bara ósköp venjuleg stúlka sem lendir í þessu," segir Brynhildur. Hún segist ekki vita til þess að fleiri nemendur í skólanum hafi lent í öðru eins og segist ekki vita til annars en að málið sé alls ótengt skólanum.

Það voru sjö stúlkur úr Flensborgarskólanum sem réðust á stúlkuna. Fjórar þeirra gáfu sig fram við lögreglu fljótlega eftir að árásin átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×