Innlent

Helsti hugmyndafræðingur repúblikana látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jack Kemp lést í gær 78 ára að aldri. Mynd/ AFP.
Jack Kemp lést í gær 78 ára að aldri. Mynd/ AFP.
Einn helsti hugmyndafræðingur stjórnmálastefnunnar sem kennd er við Ronald Reagan lést í gær.

Jack Kemp var 78 ára að aldri þegar hann lést eftir langa baráttu við krabbamein. Fox fréttastöðin segir að Kemp hafi tekið þátt í að móta bandaríska Repúblikanaflokkinn með þeim hætti að hann gæti höfðað betur til kjósenda úr hópi miðstéttar og verkalýðsins.

Hugmyndafræði Kemps gekk út á það að stjórnvöld lækkuðu skatta og leyfðu fólki að halda sem mestu eftir af launum sínum. Með því væri hægt að örva hagvöxt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×