Innlent

Viðræðum um stjórnarsáttmála haldið áfram í dag

Forystumenn stjórnarflokkanna eru enn með nýjan stjórnarsáttmála í smíðum.
Forystumenn stjórnarflokkanna eru enn með nýjan stjórnarsáttmála í smíðum.
Starfshópar á vegum stjórnarflokkanna og leiðtogar flokkanna halda áfram viðræðum um nýjan stjórnarsáttmála í dag, eftir að hafa tekið hlé á viðræðunum í gær, fyrsta maí.

Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að hún hefði skilning á því að margir væru óþreyjufullir eftir niðurstöðu flokkanna. Ekki mætti hins vegar gleyma því að það væri starfandi ríkisstjórn í landinu sem sinnti daglegum verkum sínum. Forysta flokkanna vildi vanda vel til verka og jákvæður andi væri í viðræðunum, sem gæti hugsanlega lokið eftir viku.

Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar tók undir með Katrínu um að góður gangur væri í viðræðum um nýjan stjórnarsáttmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×