Innlent

Eldur í leikskóla á Akranesi

Slökkviliðið var kallað að leikskóla á Akranesi í morgun. Myndin er úr safni.
Slökkviliðið var kallað að leikskóla á Akranesi í morgun. Myndin er úr safni.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað að leikskólanum Teigarseli á Akranesi á tíunda tímanum í gærkvöld. Eldur læsti sig í húsið og þurfti að rjúfa klæðningu af húsinu og skjólvegg til þess að komast að rótum hans. Enginn var í húsinu á þessum tíma að sögn lögreglu.

Eldsupptök voru þau að fjórtán ára gamall unglingur var að leika sér með kínverja. Hann notaði svokallað friðarkerti til að kveikja í kínverjunum en gleymdi kertinu við húsið með fyrrgreindum afleiðingum. Málið telst upplýst að sögn lögreglunnar á Akranesi.

Þá var kveikt í bílhræjum við sorpeyðingarstöðina í Vestmannaeyjum um þrjúleytið í nótt. Slökkviliðið var kallað út til að slökkva í því. Einn maður er í haldi grunaður um að hafa kveikt eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×