Innlent

Fimm fluttir á slysadeild eftir bílveltu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bíll velti á Fjarðarheiði, Egilsstaðarmegin, um fimmleytið í morgun. Fimm voru í bílnum og voru þeir allir fluttir til aðhlynningar á Egilsstöðum. Einn þeirra var fluttur þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur, en lögreglan á Egilsstöðum telur að meiðsl hans séu minni en talið var í fyrstu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tildrög slyssins þau að dekk sprakk á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×