Fleiri fréttir Vinnuvélabraskarar nýta neyð Íslendinga Hjálmar Helgason, eigandi Vélafls, segir fyrirtækið hafa selt gríðarmikið af vinnuvélum úr landi eftir bankahrunið. 2.5.2009 05:00 Vilja ráða sem flesta Stóru sveitarfélögin hafa ákveðið að ráða sem flesta unglinga í sumarstörf og sums staðar verður vinnutími styttur til að koma fleirum að. Borgaryfirvöld ætla að ráða 5.200 ungmenni í sumar, þar af verða 4.000 ungmenni ráðin til Vinnuskólans. Aldrei hafa fleiri fengið sumarstörf hjá borginni. 2.5.2009 05:00 Kallað eftir víðtækri sátt Óvenjumargir tóku þátt í kröfugöngum verkalýðsins víða um land í gær. Þúsundir tóku þátt í kröfugöngu stéttarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hópur anarkista púaði og barði búsáhöld meðan Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, flutti ræðu sína á Austurvelli. 2.5.2009 04:00 Fangar geti flutt til Evrópu Bandaríkin vilja hjálp Evrópuríkja við lokun á hinum alræmdu Guantanamo-fangabúðum á Kúbu. 2.5.2009 04:00 Fiskteljari settur í Varmá Sérfræðingar á vegum Veiðimálastofnunar settu upp fiskteljara í Varmá í Ölfusi nýlega. Teljarinn er íslensk smíði frá fyrirtækinu Vöku. Búnaðurinn er staðsettur ofan við helstu hrygningarsvæði laxfiska í ánni. Teljaranum er ætlað að telja fisk á göngu upp og niður Varmá, en lágmarksstærð fiska sem hann nemur er um tuttugu sentimetrar. 2.5.2009 03:00 Reynslan kennir að uppboðsleið er ófær Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, telur að hafa megi reynslu byggingaverktaka á árunum 1999 til 2002 til hliðsjónar í umræðunni um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og uppboði á aflaheimildum í kjölfar innköllunar þeirra. 2.5.2009 03:00 Eiginkonan alls ekki ánægð Veronica Lario, eiginkona Silvios Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er allt annað en ánægð með fréttir af vali á frambjóðendum Frelsisflokks eiginmanns síns fyrir kosningar til Evrópuþingsins, sem fara fram í júní. 2.5.2009 03:00 Veiði byrjar vel í Elliðavatninu Elliðavatn var stangveiðimönnum gjöfult á fyrsta veiðidegi í gær, en í hugum margra hefst veiðisumarið við vatnið ár hvert. 2.5.2009 03:00 Tryggðir á leið sinni til skips Sjómenn eiga að njóta slysatryggingaverndar almannatrygginga á ferðum sínum á vegum útgerða frá heimilum sínum. Þetta er niðurstaða dóms í máli Hraðfrystistöðvar Þórshafnar gegn Tryggingastofnun ríkisins (TR). 2.5.2009 02:30 Svona gæti Maddý litið út í dag Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir tveimur árum síðan hafa sent frá sér mynd sem þau hafa látið gera og sýnir hvernig Maddí gæti litið út í dag sé hún á lífi. Foreldrarnir fengu sérfræðing til þess að útbúa myndina þar sem reynt er að gera sér í hugarlund hvernig stúlkan hefur elst á þeim tíma sem liðinn er frá því hún hvarf. 1.5.2009 20:12 Flensan komin til Frakklands Svínaflensan hefur nú stungið sér niður í Frakklandi og hafa tvö tilfelli verið staðfest af frönskum yfirvöldum. Einn einstaklingur til viðbótar er talinn vera smitaður og beðið er niðurstöðu úr prófum á honum. Fólkið, karl og kona voru nýverið á ferð í Mexíkó þar sem flensan átti upptök sín en þar er talið að 176 manns hafi látist. Þau eru nú á spítala í París og gangast undir meðferð og eru ekki sögð í mikilli hættu. 1.5.2009 20:00 Auglýsing með Keiru Knightly bönnuð í Bretlandi Auglýsing sem breska leikkonan Keira Knightly lék í og ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um heimilisofbeldi hefur verið bönnuð í Bretlandi. Auglýsingin er gerð fyrir bresku góðgerðarsamtökin Women's Aid og átti að sýna hana í kvikmyndahúsum víðs vegar um Bretland næstu mánuðina. 1.5.2009 21:01 Slys á Skólavörðustíg: Höfuðkúpubrotinn með innvortis áverka Maðurinn sem slasaðist þegar hann féll niður af fjögurra hæða húsi á Skólavörðustíg í morgun er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn með innvortis áverka auk þess sem hann höfuðkúpubrotnaði. Líðan hans er eftir atvikum. 1.5.2009 17:36 Fjölmiðlamenn fjölmenna á Alþingi Tuttugu og einn þingmaður situr nú á Alþingi sem áður hafði gengt störfum í fjölmiðlum. Flestir fjölmiðlamenn eru í þingflokki Samfylkingarinnar og meirihluti þeirra hefur unnið hjá Ríkisútvarpinu. 1.5.2009 18:59 Orlofshúsin umsetin Orlofshús stéttarfélaganna eru umsetin í sumar á sama tíma og félagsmenn hafa lítinn áhuga á því að leigja íbúðir erlendis. 1.5.2009 18:51 Vongóð um að sáttmáli sé í fæðingu Varaformenn stjórnarflokkanna eru vongóðir um að nýr stjórnarsáttmáli sé í fæðingu. Varaformaður Vinstri grænna skilur að fólk sé óþreyjufullt en hins vegar sé starfandi ríkisstjórn í landinu sem takist á við verkefni líðandi stundar. 1.5.2009 18:46 Chicago vill Ólympíuleikana 2016 Bandaríska stórborgin Chicago veðjar á að vinsældir Baracks Obama Bandaríkjaforseta auki líkurnar á því að borgin fái að halda Ólympíuleikana árið 2016. Obama er fyrrverandi öldungardeildarþingmaður fyrir Illinois og segja skipuleggjendur að hann styðji það eindregið að leikarnir verði haldnir í heimaborg hans. 1.5.2009 17:10 Fyrsta smit á milli manna í Bretlandi staðfest Skoskur heilbrigðisstarfsmaður hefur greinst með inflúensu af A stofni eða svokallaða svínaflensu. Það er í fyrsta skipti sem einstaklingur smitast í Bretlandi án þess að hafa verið nýlega í Mexíkó. Maðurinn, Graeme Pacitti er 24 ára gamall Skoti og hefur þegar verið settur á viðeigandi lyf og segja skosk heilbrigðisyfirvöld að ástand hans sé ekki alvarlegt. 1.5.2009 16:04 Baulað á Gylfa á Austurvelli Hópur fólks á Austurvelli mótmælti Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ og framkallaði hávaða með því að berja á búsáhöld á meðan á ræðu hans stóð. 1.5.2009 15:22 Árekstur á Sæbraut Árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar um klukkan hálf þrjú í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu slösuðust ökumenn bifreiðanna en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. 1.5.2009 14:44 Efnahagsástandinu mótmælt um allan heim Verkalýðsfélög víðsvegar um heiminn hafa notað 1. maí, baráttudag verkalýðsins, til þess að mótmæla efnahagsástandinu sem leikið hefur flestar þjóðir heimsins grátt. Í Istanbul beitti tyrkneska lögreglan vatnsbyssum og táragasi til þess að dreifa mótmælendum og í nótt og fram á morgun slógust ungmenni í Þýskalandi við óeirðarlögregluna í Berlín. 1.5.2009 14:31 Útivistartími barna breytist í dag Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan tíu á kvöldin og 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til miðnættis. Í tilkynningu frá lögreglu segir að börn megi ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Þó má bregða út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. 1.5.2009 14:23 Hundruð manna fylktu liði í kröfugöngu Kröfuganga í tilefni baráttudags verkalýðsins 1. maí lagði af stað frá Hlemmi klukkan hálftvö í dag. Hundruð manna tóku þátt í göngunni og gengu fylktu liði sem leið lá á Austurvöll þar sem við taka ræðuhöld og tónlistaratriði. 1.5.2009 14:16 Þór sjósettur - myndband Chileíski fréttamiðillinn El Sur hefur birt á vef sínum myndband af því þegar varðskipið Þór var sjósett á miðvikudaginn var. Skipið var sjósett í ASMAR skipasmíðastöðinni en það verður afhent Íslendingum á fyrri hluta næsta árs. 1.5.2009 13:15 Tók 46 milljónir úr biluðum hraðbönkum og flúði land Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur sænskum manni sem notaði sér ótæplega bilun í hraðbanka. Hann stakk af úr landi með fjörutíu og sex milljónir króna. 1.5.2009 12:57 Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna munu ekki funda í dag, á baráttudegi verkalýðsins, um stjórnarmyndun. Í gær funduðu forystumenn flokkanna um ríkisfjármál, atvinnumál og aðgerðir vegna heimilanna. 1.5.2009 12:53 Blendin viðbrögð við hugmynd talsmanns neytenda Hagmunasamtök heimilanna og Húseigendafélagið skora á stjórnvöld að veita tillögu talsmanns neytenda um að færa niður skuldir með gerðardómi brautargengi. Tillagan fær þó blendin viðbrögð, Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir þetta leiðina til að velta öllum íbúðalánavandanum beinustu leið á herðar skattborgara. 1.5.2009 12:50 481 svínainflúensutilfelli í 11 löndum Staðfestum tilvikum svínainflúensu í heiminum fjölgar áfram. Þau voru alls 481 í morgun, þar af 312 í Mexíkó. Alls hafa þrettán látist úr veikinni þar af tólf í Mexíkó og einn í Bandaríkjunum. Þetta eru nýjustu upplýsingar Sóttvarnastofnunar Evrópu og er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áfram með viðbúnað sinn á fimmta hættustigi af sex. 1.5.2009 12:06 Líklega um slys að ræða á Skólavörðustíg Að sögn lögreglu er talið líklegast að maðurinn sem fannst liggjandi í blóði sínu í morgun á Skólavörðustíg hafi orðið fyrir slysi. Málið er nú í rannsókn en líklegt er talið að um slys hafi verið að ræða og ólíklegt þykir að ekið hafi verið á manninn eða á hann ráðist. Að sögn lögreglu er maðurinn með talsverða áverka og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann liggur enn. 1.5.2009 11:49 Börn festust úti í Gróttu - heil á húfi Slökkvilið var kallað út í Gróttu þar sem sex börn, átta og níu ára gömul voru í sjálfheldu á eyjunni eftir að flæddi að. Bátur sem staðsettur er á slökkviliðsstöðinni á Tunguhálsi var sendur af stað auk þess sem bátur úr Nauthólsvík fór einnig til aðstoðar. 1.5.2009 10:37 Kröfugöngur um allt land Búist er við að launafólk safnist saman að venju í dag til að taka þátt í kröfugöngum á baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsfélög víða um landið hafa skipulagt samkomur af þessu tilefni. 1.5.2009 10:02 Tilræðismaðurinn látinn Hollendingur sem varð fimm manns að bana þegar hann reyndi að keyra á strætisvagn hollensku konungsfjölskyldunnar í gær lést af meiðslum sínum í morgun. 1.5.2009 10:00 AHS: Staðfest tilfelli 331 Alþjóða heilbrigðisstofnunin (AHS) segir að klukkan sex í morgun hafi staðfest tilfelli af svínaflensu í heiminum verið þrjúhundruð þrjátíu og eitt í ellefu löndum. Tíu hafa látist. 1.5.2009 09:55 Fannst alvarlega slasaður á Skólavörðustíg Karlmaður fannst á Skólavörðustígnum snemma í morgun alvarlega slasaður. Lögregla rannsakar nú málið en verst allra frétta og ekki er vitað á þessari stundu hvort um slys eða líkamsárás hafi verið að ræða. 1.5.2009 09:51 Mikið af fólki í miðbænum í nótt en allt fór vel fram Talsverður fjöldi fólks var í miðbæ Reykjavíkur í nótt en að sögn lögreglu fóru skemmtanahöldin tiltölulega vel fram. Nokkuð var um ölvun en fólk hélt sig þó innan skynsamlegra marka í hegðun sinni. Sex ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun og gistu fjórir fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar. 1.5.2009 09:19 Sjá næstu 50 fréttir
Vinnuvélabraskarar nýta neyð Íslendinga Hjálmar Helgason, eigandi Vélafls, segir fyrirtækið hafa selt gríðarmikið af vinnuvélum úr landi eftir bankahrunið. 2.5.2009 05:00
Vilja ráða sem flesta Stóru sveitarfélögin hafa ákveðið að ráða sem flesta unglinga í sumarstörf og sums staðar verður vinnutími styttur til að koma fleirum að. Borgaryfirvöld ætla að ráða 5.200 ungmenni í sumar, þar af verða 4.000 ungmenni ráðin til Vinnuskólans. Aldrei hafa fleiri fengið sumarstörf hjá borginni. 2.5.2009 05:00
Kallað eftir víðtækri sátt Óvenjumargir tóku þátt í kröfugöngum verkalýðsins víða um land í gær. Þúsundir tóku þátt í kröfugöngu stéttarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hópur anarkista púaði og barði búsáhöld meðan Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, flutti ræðu sína á Austurvelli. 2.5.2009 04:00
Fangar geti flutt til Evrópu Bandaríkin vilja hjálp Evrópuríkja við lokun á hinum alræmdu Guantanamo-fangabúðum á Kúbu. 2.5.2009 04:00
Fiskteljari settur í Varmá Sérfræðingar á vegum Veiðimálastofnunar settu upp fiskteljara í Varmá í Ölfusi nýlega. Teljarinn er íslensk smíði frá fyrirtækinu Vöku. Búnaðurinn er staðsettur ofan við helstu hrygningarsvæði laxfiska í ánni. Teljaranum er ætlað að telja fisk á göngu upp og niður Varmá, en lágmarksstærð fiska sem hann nemur er um tuttugu sentimetrar. 2.5.2009 03:00
Reynslan kennir að uppboðsleið er ófær Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, telur að hafa megi reynslu byggingaverktaka á árunum 1999 til 2002 til hliðsjónar í umræðunni um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og uppboði á aflaheimildum í kjölfar innköllunar þeirra. 2.5.2009 03:00
Eiginkonan alls ekki ánægð Veronica Lario, eiginkona Silvios Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er allt annað en ánægð með fréttir af vali á frambjóðendum Frelsisflokks eiginmanns síns fyrir kosningar til Evrópuþingsins, sem fara fram í júní. 2.5.2009 03:00
Veiði byrjar vel í Elliðavatninu Elliðavatn var stangveiðimönnum gjöfult á fyrsta veiðidegi í gær, en í hugum margra hefst veiðisumarið við vatnið ár hvert. 2.5.2009 03:00
Tryggðir á leið sinni til skips Sjómenn eiga að njóta slysatryggingaverndar almannatrygginga á ferðum sínum á vegum útgerða frá heimilum sínum. Þetta er niðurstaða dóms í máli Hraðfrystistöðvar Þórshafnar gegn Tryggingastofnun ríkisins (TR). 2.5.2009 02:30
Svona gæti Maddý litið út í dag Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir tveimur árum síðan hafa sent frá sér mynd sem þau hafa látið gera og sýnir hvernig Maddí gæti litið út í dag sé hún á lífi. Foreldrarnir fengu sérfræðing til þess að útbúa myndina þar sem reynt er að gera sér í hugarlund hvernig stúlkan hefur elst á þeim tíma sem liðinn er frá því hún hvarf. 1.5.2009 20:12
Flensan komin til Frakklands Svínaflensan hefur nú stungið sér niður í Frakklandi og hafa tvö tilfelli verið staðfest af frönskum yfirvöldum. Einn einstaklingur til viðbótar er talinn vera smitaður og beðið er niðurstöðu úr prófum á honum. Fólkið, karl og kona voru nýverið á ferð í Mexíkó þar sem flensan átti upptök sín en þar er talið að 176 manns hafi látist. Þau eru nú á spítala í París og gangast undir meðferð og eru ekki sögð í mikilli hættu. 1.5.2009 20:00
Auglýsing með Keiru Knightly bönnuð í Bretlandi Auglýsing sem breska leikkonan Keira Knightly lék í og ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um heimilisofbeldi hefur verið bönnuð í Bretlandi. Auglýsingin er gerð fyrir bresku góðgerðarsamtökin Women's Aid og átti að sýna hana í kvikmyndahúsum víðs vegar um Bretland næstu mánuðina. 1.5.2009 21:01
Slys á Skólavörðustíg: Höfuðkúpubrotinn með innvortis áverka Maðurinn sem slasaðist þegar hann féll niður af fjögurra hæða húsi á Skólavörðustíg í morgun er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn með innvortis áverka auk þess sem hann höfuðkúpubrotnaði. Líðan hans er eftir atvikum. 1.5.2009 17:36
Fjölmiðlamenn fjölmenna á Alþingi Tuttugu og einn þingmaður situr nú á Alþingi sem áður hafði gengt störfum í fjölmiðlum. Flestir fjölmiðlamenn eru í þingflokki Samfylkingarinnar og meirihluti þeirra hefur unnið hjá Ríkisútvarpinu. 1.5.2009 18:59
Orlofshúsin umsetin Orlofshús stéttarfélaganna eru umsetin í sumar á sama tíma og félagsmenn hafa lítinn áhuga á því að leigja íbúðir erlendis. 1.5.2009 18:51
Vongóð um að sáttmáli sé í fæðingu Varaformenn stjórnarflokkanna eru vongóðir um að nýr stjórnarsáttmáli sé í fæðingu. Varaformaður Vinstri grænna skilur að fólk sé óþreyjufullt en hins vegar sé starfandi ríkisstjórn í landinu sem takist á við verkefni líðandi stundar. 1.5.2009 18:46
Chicago vill Ólympíuleikana 2016 Bandaríska stórborgin Chicago veðjar á að vinsældir Baracks Obama Bandaríkjaforseta auki líkurnar á því að borgin fái að halda Ólympíuleikana árið 2016. Obama er fyrrverandi öldungardeildarþingmaður fyrir Illinois og segja skipuleggjendur að hann styðji það eindregið að leikarnir verði haldnir í heimaborg hans. 1.5.2009 17:10
Fyrsta smit á milli manna í Bretlandi staðfest Skoskur heilbrigðisstarfsmaður hefur greinst með inflúensu af A stofni eða svokallaða svínaflensu. Það er í fyrsta skipti sem einstaklingur smitast í Bretlandi án þess að hafa verið nýlega í Mexíkó. Maðurinn, Graeme Pacitti er 24 ára gamall Skoti og hefur þegar verið settur á viðeigandi lyf og segja skosk heilbrigðisyfirvöld að ástand hans sé ekki alvarlegt. 1.5.2009 16:04
Baulað á Gylfa á Austurvelli Hópur fólks á Austurvelli mótmælti Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ og framkallaði hávaða með því að berja á búsáhöld á meðan á ræðu hans stóð. 1.5.2009 15:22
Árekstur á Sæbraut Árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar um klukkan hálf þrjú í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu slösuðust ökumenn bifreiðanna en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. 1.5.2009 14:44
Efnahagsástandinu mótmælt um allan heim Verkalýðsfélög víðsvegar um heiminn hafa notað 1. maí, baráttudag verkalýðsins, til þess að mótmæla efnahagsástandinu sem leikið hefur flestar þjóðir heimsins grátt. Í Istanbul beitti tyrkneska lögreglan vatnsbyssum og táragasi til þess að dreifa mótmælendum og í nótt og fram á morgun slógust ungmenni í Þýskalandi við óeirðarlögregluna í Berlín. 1.5.2009 14:31
Útivistartími barna breytist í dag Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan tíu á kvöldin og 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til miðnættis. Í tilkynningu frá lögreglu segir að börn megi ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Þó má bregða út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. 1.5.2009 14:23
Hundruð manna fylktu liði í kröfugöngu Kröfuganga í tilefni baráttudags verkalýðsins 1. maí lagði af stað frá Hlemmi klukkan hálftvö í dag. Hundruð manna tóku þátt í göngunni og gengu fylktu liði sem leið lá á Austurvöll þar sem við taka ræðuhöld og tónlistaratriði. 1.5.2009 14:16
Þór sjósettur - myndband Chileíski fréttamiðillinn El Sur hefur birt á vef sínum myndband af því þegar varðskipið Þór var sjósett á miðvikudaginn var. Skipið var sjósett í ASMAR skipasmíðastöðinni en það verður afhent Íslendingum á fyrri hluta næsta árs. 1.5.2009 13:15
Tók 46 milljónir úr biluðum hraðbönkum og flúði land Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur sænskum manni sem notaði sér ótæplega bilun í hraðbanka. Hann stakk af úr landi með fjörutíu og sex milljónir króna. 1.5.2009 12:57
Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna munu ekki funda í dag, á baráttudegi verkalýðsins, um stjórnarmyndun. Í gær funduðu forystumenn flokkanna um ríkisfjármál, atvinnumál og aðgerðir vegna heimilanna. 1.5.2009 12:53
Blendin viðbrögð við hugmynd talsmanns neytenda Hagmunasamtök heimilanna og Húseigendafélagið skora á stjórnvöld að veita tillögu talsmanns neytenda um að færa niður skuldir með gerðardómi brautargengi. Tillagan fær þó blendin viðbrögð, Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir þetta leiðina til að velta öllum íbúðalánavandanum beinustu leið á herðar skattborgara. 1.5.2009 12:50
481 svínainflúensutilfelli í 11 löndum Staðfestum tilvikum svínainflúensu í heiminum fjölgar áfram. Þau voru alls 481 í morgun, þar af 312 í Mexíkó. Alls hafa þrettán látist úr veikinni þar af tólf í Mexíkó og einn í Bandaríkjunum. Þetta eru nýjustu upplýsingar Sóttvarnastofnunar Evrópu og er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áfram með viðbúnað sinn á fimmta hættustigi af sex. 1.5.2009 12:06
Líklega um slys að ræða á Skólavörðustíg Að sögn lögreglu er talið líklegast að maðurinn sem fannst liggjandi í blóði sínu í morgun á Skólavörðustíg hafi orðið fyrir slysi. Málið er nú í rannsókn en líklegt er talið að um slys hafi verið að ræða og ólíklegt þykir að ekið hafi verið á manninn eða á hann ráðist. Að sögn lögreglu er maðurinn með talsverða áverka og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann liggur enn. 1.5.2009 11:49
Börn festust úti í Gróttu - heil á húfi Slökkvilið var kallað út í Gróttu þar sem sex börn, átta og níu ára gömul voru í sjálfheldu á eyjunni eftir að flæddi að. Bátur sem staðsettur er á slökkviliðsstöðinni á Tunguhálsi var sendur af stað auk þess sem bátur úr Nauthólsvík fór einnig til aðstoðar. 1.5.2009 10:37
Kröfugöngur um allt land Búist er við að launafólk safnist saman að venju í dag til að taka þátt í kröfugöngum á baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsfélög víða um landið hafa skipulagt samkomur af þessu tilefni. 1.5.2009 10:02
Tilræðismaðurinn látinn Hollendingur sem varð fimm manns að bana þegar hann reyndi að keyra á strætisvagn hollensku konungsfjölskyldunnar í gær lést af meiðslum sínum í morgun. 1.5.2009 10:00
AHS: Staðfest tilfelli 331 Alþjóða heilbrigðisstofnunin (AHS) segir að klukkan sex í morgun hafi staðfest tilfelli af svínaflensu í heiminum verið þrjúhundruð þrjátíu og eitt í ellefu löndum. Tíu hafa látist. 1.5.2009 09:55
Fannst alvarlega slasaður á Skólavörðustíg Karlmaður fannst á Skólavörðustígnum snemma í morgun alvarlega slasaður. Lögregla rannsakar nú málið en verst allra frétta og ekki er vitað á þessari stundu hvort um slys eða líkamsárás hafi verið að ræða. 1.5.2009 09:51
Mikið af fólki í miðbænum í nótt en allt fór vel fram Talsverður fjöldi fólks var í miðbæ Reykjavíkur í nótt en að sögn lögreglu fóru skemmtanahöldin tiltölulega vel fram. Nokkuð var um ölvun en fólk hélt sig þó innan skynsamlegra marka í hegðun sinni. Sex ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun og gistu fjórir fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar. 1.5.2009 09:19