Innlent

Land Cruiserinn sambærilegur við starfskjör í öðrum fyrirtækjum

Hannes Sigurgeirson segist harma að þessi hluti starfskjaranna sé gerður tortryggilegur.
Hannes Sigurgeirson segist harma að þessi hluti starfskjaranna sé gerður tortryggilegur.
„Ég harma að þessi hluti starfskjara minna sér gerður tortryggilegur enda vandséð að hann sé umfram það sem eðlilegt getur talist hjá sambærilegum fyrirtækjum," segir Hannes Sigurgeirsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna frétta af kaupum Steypustöðvarinnar á LandCruiser bifreið í eigu Helgafellsbygginga.

Hannes segist aldrei hafa verið eigandi eða hluthafi í fyrirtækinu Helgafellsbyggingum. Hann hafi haft þessa sömu bifreið til afnota á meðan hann hafi unnið sem framkvæmdastjóri Helgafellsbygginga. Það hafi verið hagkvæmari kostur að kaupa þennan bíl frekar en nýjan.






Tengdar fréttir

Skráði Land Cruiser á Steypustöðina

Hannes Sigurgeirsson, forstjóri Steypustöðvarinnar sem er í eigu hins ríkisrekna Íslandsbanka, ákvað að fyrirtækið keypti nýlega LandCruiser 120 bifreið fyrir hann af Helgarfellsbyggingum þar sem Hannes vann áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×