Innlent

Fá tæpar 18 milljónir hvor

Tveir heppnir Lottóspilarar skiptu á milli sín 1. vinningi í fimmföldum potti í kvöld. Hlýtur hvor rúmlega 17,8 milljónir. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Víkurskálanum, Vík í Mýrdal og Olís, Norðlingabraut 7 í Reykjavík.

Fjórir voru með 4 réttar tölur í Jókernum að þessu sinni og fær hver 100 þúsund. Miðarnir voru keyptir í Shellskálanum Bolungarvík, Olís á Hellu, N1 Sauðárkróki og einn vinningshafanna er með miðann sinn í áskrift.

Þetta kemur fram á vef Íslenskrar Getspár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×