Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna óveðurs

Björgunarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk lögreglunnar fara nú um höfuðborgarsvæðið og aðstoða þá sem hafa lent í vandræðum vegna mikils roks. Verstu hviðurnar eru að fara upp í 28 metra á sekúndu en samkvæmt varðstjóra lögreglunnar þá hafa mörg útköll verið upp í Salahverfinu í Kópavogi.

Spurður hvernig á því sæti segir hann að það virðist vera mikið rok sérstaklega þar sem og lausir munir sem fjúka.

Ekki var kominn tala á útköll sem lögreglan hafði fengið vegna veðurs en þær voru fjölmargar. Meðal annars þurfti björgunarsveit að fara upp í Egilshöll vegna lausamuna sem fuku.

Samkvæmt spám ætti veðrinu að slota að mestu síðdegis í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×