Innlent

Handtekinn fyrir gripdeild

Lögreglan hafði upp á manni sem hrifsaði til sín peninga.
Lögreglan hafði upp á manni sem hrifsaði til sín peninga.

Ungur karlmaður var handtekinn í Breiðholti í um klukkan níu í gærkvöldi vegna gripdeildar. Maðurinn fór bakdyrameginn inn í söluturn og hrifsaði peninga sem þar lágu. Starfsfólk náði að hlaupa manninn uppi og handsama hann. Maðurinn var í annarlegu ástandi að sögn lögreglu en hann fékk að gista fangageymslur í nótt og verður yfirheyrður í dag.

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og nokkur ölvun í miðbæ Reykjavíkur. Þá var mikið um útköll í heimahús vegna hávaða og skemmtanahalds. Ekkert alvarlegt kom þó borð lögreglunnar en alls fengu sjö að gista fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×