Erlent

Nagli dreginn úr höfuðkúpu barns

Naomi var sárþjáð á meðan plankinn var fastur við höfuðið hennar.
Naomi var sárþjáð á meðan plankinn var fastur við höfuðið hennar.

Hin ellefu ára Naomi Easton frá Edinborg í Skotlandi lenti í óhugnalegu óhappi á dögunum þegar planki féll á höfuð hennar. Það sem verra var, þá voru naglar í plankanum sem stungust inn í höfuð hennar þega hann féll á höfuð hennar.

Naomi hafði verið að leika sér með vinum sínum á byggingasvæði þegar einn af félögunum hleypur að hrúgu af spýtum með þeim afleiðingum að plankinn dettur á höfuðið hennar Naomi.

Börnunum dauðbrá enda brás Naomi illa við. Börnin hlupu þá heim og létu foreldra sína vita sem kölluðu á sjúkrabíl. Slökkviliðið mætti á vettvang en slökkviliðsmaður sagaði plankann í sundur þar sem hann var of langur til þess að hann kæmist fyrir í sjúkrabílnum.

Naomi sagði í viðtali við BBC að það hefði verið sárt að fá plankann í höfuðið.

„Ég er enn þá dálítið aum. En ég er glöð að ekki fór verr og að sjá mömmu aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×