Innlent

Æfa viðbrögð við sprengjuhótunum og slysum

Í dag fara fram flugslysaæfingar á flugvöllunum í Keflavík og á Þórshöfn.

Í Keflavík fer fram æfing á viðbrögðum samkvæmt neyðaráætlun vegna flugverndar.

Æfingin er almannavarnaæfing þar sem allir viðbragðsþættir eru prófaðir fyrstu klukkustundir eftir flugslys.

Líkt er eftir sprengjuhótun um borð í flugvél sem endar með slysi eftir lendingu og æfð samvinna viðbragðsaðila með áherslu á samþættingu beggja áætlana.

Á Þórshöfn fer fram verkþáttaæfing vegna flugslyss samkvæmt flugslysaáætlun flugvallarins þar.

Samhæfingarstöð almannavarna í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna æfinganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×