Fleiri fréttir

Árni Þór og Alexandra úr keppni í Idol

Árni Þór og Alexandra duttu úr keppni í Idol stjörnuleit en sjö keppendur kepptu í Smáralindinni í kvöld. Þema kvöldsins voru lög frá árunum 1970 til 1980. Dómarar kvöldsins voru nokkuð sáttir með frammistöðu keppenda og mikil stemmning var salnum. Það eru því fimm keppendur eftir í Idol stjörnuleit en næsti þáttur fer fram í Smáralindinni að viku liðinni.

Handtökuskipun gefin út á fyrrum forseta Madagaskar

Andry Rajoelina nýr leiðtogi Madagacar hefur gefið út handtökuskipun á hendur Marc Ravalomanana sem hann steypti af stóli í síðasta mánuði. Christine Razanamahasoa dómsmálaráðherra sagði í yfirlýsingu í útvarpi fyrr í kvöld að fyrrum forsetinn hefði misnotað ríkisfé í forsetatíð sinni.

Kanadískri konu rænt í Nígeríu

Fjórir vopnaðir menn rændu kanadískri konu í gær í norðvesturhluta borgarinnar Kaduna í Nígeríu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Pólverji tekinn með kíló af amfetamíni

Pólskur karlmaður var tekinn af tollvörðum í Leifsstöð í gær með um eitt kíló af amfetamíni, sem falið var í þykkbotna skóm. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Birtir leyniskjöl um illa meðferð á föngum

Barack Obama hefur látið birta leyniskjöl yfir illa meðferð á föngum sem heimiluð var í forsetatíð Georges Bush. Eftir árásina á Bandaríkin 11. september árið 2001 fengu starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA sérstakar heimildir til þess að beita fanga hörku við yfirheyrslu, ef þeir voru grunaðir um að búa yfir vitneskju um frekari árásir.

Lundinn kominn til Grímseyjar - myndir

Lundinn er kominn til Grímseyjar en hann lét sjá sig í gærkvöldi við mikla hrifningu íbúa. Nokkuð mikið er af Lundanum nú í ár ef marka má meðfylgjandi myndir sem hún Anna María sendi okkur.

Svipaðar hugmyndir hústökufólks í Bretlandi

Hústökufólkið á Vatnsstíg var ekki að finna upp hjólið þegar þau tóku yfir hús númer fjögur við litla hrifningu eigandans. Hústakan endaði með áhlaupi lögreglunnar sem handtók rúmlega tuttugu manns og beitti meðal annars piparúða. Í nóvember á síðasta ári kom upp svipað mál í Bretlandi þegar hópur svokallaðra stjórnleysingja flutti inn í 6 milljón punda glæsivillu í Lundúnum.

Listar Ástþórs í lagi

Landskjörstjórn úrskurðaði í dag að listar Lýðræðishreyfingar Ástþórs Magnússonar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður séu gildir.

Vilja taka upp evru í samstarfi við AGS

Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar.

Síbrotamaður í gæsluvarðhald

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotamanni sem grunaður er um fjölda þjófnaðarbrota. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 11.maí næst komandi. Maðurinn kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem staðfesti fyrri úrskurð héraðsdóms í dag.

Sumarnám við Háskólann á Akureyri

Til að koma til móts við óskir nemenda um sumarnám er Háskólinn á Akureyri reiðubúinn að bjóða upp á sumarnámskeið í viðskiptafræði, raunvísindum, félagsvísindum og kennaranámi. Áætlun um sumarnám var kynnt fyrir háskólaráði í dag og lýsti ráðið yfir sérstakri ánægju með hana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri.

Segir næstu ríkisstjórn eiga að sækja um ESB-aðild

Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans í dag að sjaldan hefði slíkt ávarp verið haldið á meiri óvissutímum og rakti þær hugmyndir sem hún taldi skipta mestu til að eyða þeirri óvissu. Hún ítrekaði vilja sinn til að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu og sagðist þess fullviss að það yrði gæfuspor. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Ósáttur við dóminn í Pirate Bay málinu

„Ég er ekki ánægður með þennan dóm verð ég að segja. Að þriðji aðilinn fái slíka útreið í dómsstólum," segir Svavar Lúthersson um dóm héraðsdómstóls í Stokkhólmi sem dæmdi fjóra aðstandendur skráarskiptavefjarins Pirate Bay í ársfangelsi og til að greiða 450 milljónir í skaðabætur.

Þingmaður orðaður við formannsframboð í HSÍ

Gunnar Svavarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðaður við formannsframboð í Handknattleikssambandi Íslands en ársþing sambandsins fer fram á miðvikudaginn í næstu viku. Gunnar á síður von á því að taka að sér trúnaðarstörf í íþróttahreyfingunni.

Sænska leiðin til umræðu á Alþingi

Þingfundir standa enn yfir á Alþingi. Nú rétt fyrir klukkan fjögur var tekið á dagskrá frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem gerir ráð fyrir að kaup á vændi verði gerð refsiverð.

Úthlutaði 25 milljónum til atvinnumála kvenna

Umhverfisvænar byggingareiningar, táknmálsvefur, rjómabú, baðhús í Stykkishólmi, þaraböð á Reykhólum, örlitameðferð til að bæta útlit eftir veikindi eða slys og hólkar úr bylgjupappír sem nota má sem skilrúm eru á meðal þeirra viðskiptahugmynda sem fengu úthlutað úr sjóði félags- og tryggingamálaráðuneytis til atvinnumála kvenna að þessu sinni. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir úthlutaði 25 milljónum til atvinnumála kvenna við athöfn í Iðnó í dag.

Bjóða aftur upp á ókeypis tannlækningar

Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands munu á morgun laugardag bjóða barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör upp á ókeypis tannlæknaþjónustu. Það var einnig gert fyrir hálfum mánuði og þá komu yfir 30 börn og unglingar í skoðun.

RÚV þaggar ekki niður í nýjum framboðum

Ingólfur Bjarni Sigfússon, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir yfirlýsingu Borgarahreyfingarinnar þar sem mótmælt er harðlega að hætt hafi verið við gjaldfrjálsar sjónvarpskynningar sé ekki einungis misvísandi heldur beinlínis röng. Tölvusamsamskipti hans og framkvæmdastjóra Borgarahreyfingarinnar beri það glögglega með sér.

Fjögurra ára gömul börn dæmd skaðabótaskyld

Dæmi er um að börn niður í 4 ára aldur hafi verið dæmd skaðabótaskyld í dönskum rétti og 6 - 7 ára gömlum í norskum rétti. Þetta kom fram í máli Ingunnar Agnesar Kro héraðsdómslögmanns á sameiginlegri málstofu Lagadeildar Háskóla Íslands og Umboðsmanns barna sem haldinn var í Háskóla Íslands í dag.

Þaggað niður í nýjum framboðum

Borgarahreyfingin mótmælir harðlega að hætt hafi verið við gjaldfrjálsar sjónvarpskynningar í Ríkissjónvarpinu. Af því tilefni hefur hreyfingin sent Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, og Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem ákvörðunin er fordæmd. Borgarahreyfingin segir að flokkakerfið þaggi niður í nýjum framboðum.

Fórnarlömb ofbeldis bera aldrei ábyrgð

Í tilefni af fræðsluefni Lýðheilsustöðvar fyrir ungt fólk um áfengi og skaðsemi þess sér Femínistafélag Íslands ástæðu til að senda þau skilaboð til fórnarlamba ofbeldis að þau bera aldrei ábyrgð á ofbeldi sem þau verða fyrir.

Viðvörunarskilti loks sett upp í Reynisfjöru

Í vikunni var nýtt upplýsinga- og viðvörunarskilti formlega afhjúpað í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal en þar hafa ferðamenn oft verið hætt komin síðustu ár. Í ágúst á seinsta ári voru erlendir ferðamenn hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru.

Nauðgaði tólf ára dreng

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun karlmann til vistunar á viðeigandi stofnun fyrir að hafa nauðgað 12 ára gömlum dreng á sumarmánuðum árið 2003. Margrét K. Magnúsdóttir sálfræðingur bar vitni um það að brotaþoli væri afskaplega ráðvilltur eftir atburðinn og í dómnum kemur fram að hegðun drengsins og útlit breyttist verulega eftir atburðina.

Tillaga um frestun þinghalds samþykkt

Alþingi samþykkti í dag tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra sem felur í sér að fundum þingsins verði frestað frá 16. apríl eða síðar ef nauðsyn krefur. Fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs í málinu en tillagan var að lokum samþykkt með 32 atkvæðum.

Fann 18 milljóna lottóvinning í veskinu

Vinningshafi sem var einn með allar tölurnar réttar í lottóinu laugardagskvöldið 31. apríl er fundinn. Tilviljun varð þess að vinningshafinn fann vinningsmiðann, en potturinn var þrefaldur og vann hann rúmlega 17,7 milljónir króna.

Ömurleg niðurstaða

Engar breytingar verða gerðar á stjórnarskránni á yfirstandandi Alþingi en frumvarp þessa efnis verður dregið til baka í dag. Ömurleg niðurstaða segir forsætisráðherra sem segir Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið lýðræðinu langt nef í stjórnarskrármálinu.

Verja frambjóðendur fyrir skókasti

Yfirvöld á Indlandi hafa gripið til sérstakra öryggisráðstafana í þingkosningunum sem nú standa yfir til að verja frambjóðendur fyrir skókasti.

Skátarnir gefa 4500 börnum fánaveifur

Þessa dagana er verið að dreifa í öllum grunnskólum landsins fánaveifu til allra 7 ára barna ásamt bæklingi um meðferð íslenska fánans. Skátahreyfingin fór af stað með verkefnið Íslenska fánann í öndvegi á 50 ára lýðveldisafmæli Íslands 1994 og hefur framkvæmt það árlega síðan.

Samið um rannsóknarsetur í orkuvísindum

Í gær undirrituðu Háskóli Íslands, Keilir, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, HS Veitur og HS Orka hf. samstarfssamning um uppbyggingu rannsóknaseturs í orkuvísindum.

Rafræn kjörskrá í Reykjavík á netinu

Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna alþingiskosninga 2009. Í kjörskránni er hægt að slá inn kennitölu eða nafn og heimilisfang kjósanda og fá þannig upplýsingar um hvoru kjördæmi kjósandi tilheyrir, á hvaða kjörstað hann á að kjósa og í hvaða kjördeild.

Sakar heilbrigðisráðherra um rógburð

Framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands sakar Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra um rógburð í garð íslenskra lækna. Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri félagsins,

Tíðinda að vænta um jöklabréfin

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að hugsanlega megi vænta frétta af ráðstöfunum vegna jöklabréfa á ársfundi Seðlabanka Íslands sem fer fram í dag. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Steingrímur sagði að unnið væri hörðum höndum að því að leysa vandamál sem jöklabréfin hafa skapað.

Eigendur Pirate Bay fengu ársfangelsi

Fjórir menn sem standa að baki Pirate Bay vefsíðunni hafa verið dæmdir í eins árs fangelsi fyrir brot á höfundaréttarlögum. Talið er að dómurinn geti haft áhrif um allan heim.

Mustang er 45 ára í dag

Í dag eru 45 ár síðan að glæsibifreiðin Ford Mustang leit fyrst dagsins ljós. Mustang klúbburinn á Íslandi ætlar að fagna þessum tímamótum í húsnæði Brimborgar að Bíldshöfða á morgun.

Mest atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16-24 ára

Á fyrsta ársfjórðungi 2009 voru að meðaltali 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,1% vinnuaflsins. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára, eða 12,6%. Atvinnuleysi mældist 9,2% hjá körlum og 4,8% hjá konum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um vinnumarkaðinn.

Færri umferðarslys árið 2008 en 2007

Út er komin skýrsla slysaskráningar Umferðarstofu fyrir árið 2008. Slysaskráning Umferðarstofu byggist á lögregluskýrslum úr gagnagrunni Ríkislögreglustjóra.

Vinnur þú milljón fyrir að smella á þessa frétt?

Tölvuklækjarefum vex nú fiskur um hrygg sem aldrei fyrr. Nígeríubréf, vafasamir lottóvinningar og tilboð sem eiga engan sinn líka hafa fundið nýjar leiðir fram hjá hinni háþróuðu póstsíu Postini sem runnin er undan rifjum Google.

Óska eftir að ráða Q

Fáir hafa orðið jafn-nafntogaðir og tækjadellukarlinn Q í kvikmyndunum um James Bond auk þess sem sennilega er leitun að styttra nafni til að toga. Leyniþjónustan MI5 auglýsir nú eftir Q.

Ölvaður síbrotamaður lætur ekki deigan síga

Lögregla á Norður-Jótlandi stöðvaði í gær ölvaðan ökumann á fimmtugsaldri. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessi heiðursmaður hefur hlotið 28 dóma fyrir ölvunarakstur og gerst brotlegur við lög í yfir 500 tilfellum og það er bara þau sem vitað er um.

Bjórframleiðandi í Kongó græðir á tá og fingri

Íbúar Kongó, sem reyndar hét Zaire þar til fyrir 12 árum, eru þekktir fyrir dálæti sitt á áfengum drykkjum og þarlendur bjórframleiðandi fer ekki varhluta af því að stór hluti íbúa landsins eru dagdrykkjumenn.

Skjálfti í Afganistan

Óttast er að tugir manna hafi látist í jarðskjálfta sem skók austurhluta Afganistans í nótt. Skjálftinn, sem mældist 5,5 stig á Richter, jafnaði hundruð húsa við jörðu í borginni Jalalabad og nálægum þorpum.

Asbestmengun vandamál í breskum skólum

Þúsundir kennara og nemenda í breskum skólum eru taldir í aukinni hættu á að fá krabbamein eftir að hafa sótt skólabyggingar með asbesti í veggjum en talið er að níu af hverjum tíu skólum í Bretlandi innihaldi hitaeinangrun úr asbesti.

Sjá næstu 50 fréttir