Innlent

Dyraverðir barðir á balli

Dyravörður var sleginn á balli. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Dyravörður var sleginn á balli. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Dyraverðir voru slegnir á balli sem var haldið eftir söngkeppni Framhaldsskólanna sem fram fór á Akureyri. Að öðru leytinu til fór helgin furðu vel fram að mati varðstjóra lögreglunnar á Akureyri.

Mikið var um að vera í bænum en fyrir utan söngkeppnina var skíðamót í Hlíðafjalli, því margt um að vera í bænum.

Búast má við kæru vegna dyravarðamálsins eftir helgi.

Enginn gisti fangageymslur lögreglunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×