Erlent

Stökk út í sjö kílómetra hæð

Óli Tynes skrifar
Beechcraft King Air.
Beechcraft King Air.

Tvítugur Kanadamaður ærðist um borð í flugvél í norðurhluta landsins í gær og endaði það með að honum tókst að opna hurð og stökkva út í sjö kílómetra hæð.

Vélin var tveggja hreyfla fimmtán sæta skrúfuþota af gerðinni King Air. Hún var á flugi yfir norðvesturhéruðunum þegar þetta gerðist.

Þegar maðurinn varð órólegur reyndu flugmennirnir að róa hann og létu jafnframt vita af því í talstöð hvað væri að gerast. Skömmu síðar ærðist ungi maðurinn algerlega.

Flugmennirnir réðu ekki við að bæði fljúga vélinni og halda aftur af honum og því tókst honum að stökkva út. Vélin lenti heilu og höldnu á áfangastað.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×