Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur á móti skylduskráningu Sjálfstæðisflokkur sker sig frá öðrum flokkum í afstöðu sinni til reglna um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum þingmanna. Hann vill að þingmenn ákveði sjálfir hvort þeir skrái þessar upplýsingar eða ekki. Rætt verður um reglurnar í forsætisnefnd Alþingis í dag. 16.3.2009 05:00 Tíbetar viðurkenni framfarir Panchen Lama, næstæðsti andlegi leiðtogi Tíbeta sem var útvalinn af hinum kínversku yfirdrottnurum, hvatti í gær landa sína til að vera þakkláta fyrir þær efnahagslegu framfarir sem Tíbet hefur orðið aðnjótandi undir kínverskum yfirráðum. 16.3.2009 05:00 Trúfélag móður ekki ráðandi Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, mun taka ákvæðið um að barn fylgi trúfélagi móður til endurskoðunar. Þetta er gert í kjölfar álits Jafnréttisstofu um að ákvæðið stangist á við jafnréttislög. 16.3.2009 05:00 Safnað fyrir innanlandsaðstoð „Okkar markmið er að hvert mannsbarn á Íslandi gefi 100 krónur," segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um landssöfnun sem hefst í dag í samstarfi við Rauða kross Íslands. Vilborg segir söfnunina vera tilkomna vegna aukinnar þarfar á aðstoð innanlands í kjölfar breyttra aðstæðna í landinu og er miðað við að safna 32 milljónum króna ef allir landsmenn taka þátt. 16.3.2009 04:30 Sharif fylkir liði til Islamabad Þrátt fyrir að vera gert að sæta stofufangelsi fór Nawaz Sharif, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan, í gær fyrir fjöldagöngu stjórnarandstæðinga að höfuðborginni Islamabad. „Þetta er forleikurinn að byltingu,“ tjáði Sharif sjónvarpsstöð úr farsíma sínum. 16.3.2009 04:00 Ræða misbeitingu valds Indefence-hópurinn svonefndi, sem efndi í vetur til undirskriftasöfnunar á netinu til að mótmæla ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkavarnalögum gegn íslenskum bönkum og stjórnvöldum í október síðastliðnum, mun á morgun, þriðjudag, afhenda þær rúmlega 83.000 undirskriftir sem safnast hafa við athöfn í breska þinginu í Westminster í Lundúnum. 16.3.2009 04:00 Starfsmenn Granda vilja fá launauppbót „Að sjálfsögðu mun ég ræða þetta við forráðamenn Granda,“ segir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. Hann var spurður um viðbrögð við ákvörðun stjórnar HB-Granda um að greiða eigendum 150 milljónir í arð, en hagnaður af fyrirtækinu nam einum 2,3 milljörðum á síðasta ári. Áður umsömdum launahækkunum verkafólks, upp á 13.500 krónur, var frestað nýlega, í ljósi efnahagsástandsins. 16.3.2009 03:15 Engir biðlistar lengur hjá dagforeldrum „Það fækkar börnum hjá okkur, frá og með október, þegar heimgreiðslurnar koma á og bankahrunið verður. Það er eiginlega ekkert hringt og leitað eftir plássum," segir Ólöf Lilja Sigurðardóttir sem situr í stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra í Reykjavík. 16.3.2009 03:00 Færri í fitusog og dýrari brjóstastækkanir „Við vitum að það er aðallega yngra fólkið sem fer í silíkonaðgerðir og fitusog. Þetta eru tvær algengustu fegrunaraðgerðirnar sem framkvæmdar eru og það hefur dregið úr báðumm. Það er tölvuvert minni eftirspurn en hefur verið," segir Guðmundur M.Stefánsson lýtalæknir hjá Domus Medica. Fréttablaðið hringdi í nokkra lýtalækna hér í bæ og samkvæmt lauslegri könnun blaðsins virðist sem yngra fólk haldi að sér höndum og minni eftirspurn sé eftir fitusogsaðgerðum hjá hópnum undir fertugu. 16.3.2009 03:00 Merkel boðar hertari skotvopnalög Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að stjórnvöld hafi strangara eftirlit með vopnaeign landsmanna eftir harmleikinn í bænum Winnenden, en þegar 17 ára drengur banaði fimmtán manns auk sjálfs sín í skotæði í skólanum sem hann gekk áður í. Drengurinn notaði byssu föður síns sem hann hafði fundið í svefnherbergi hans. 16.3.2009 03:00 Vilja að forsetinn segi af sér Yfir hálft þriðja þúsund manna gengu um götur Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í gær og kröfðust afsagnar Mikhail Saakashvili, forseta landsins. 16.3.2009 02:30 43 ára gömul gjá brúuð Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að tími sé kominn til að Frakkar gangi aftur til liðs við herstjórnarkerfi Atlantshafsbandalagsins eftir að hafa staðið utan við það í 43 ár. 16.3.2009 02:00 Birkir Jón sigraði Höskuld Birkir Jón Jónsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Kosið var um átta efstu sætin á lista flokksins á kjördæmaþingi á Egilsstöðum í dag. Höskuldur Þórhallsson varð annar og Hulda Aðalbjarnardóttir hafnaði í þriðja sæti. 15.3.2009 19:34 Fáklæddir hjólareiðamenn Hundruð mismunandi lítið klæddra hjólreiðamanna hjóluðu um Lima höfuðborg Perús í gær til þess að vekja athygli á reiðhjólinu sem umhverfisvænum og hljóðlátum farkosti. Gríðarleg bílaumferð er í Lima með tilheyrandi útblæstri og umferðarhnútum. 15.3.2009 21:30 Arnbjörg unir niðurstöðunni ,,Ég hafði vonast til þess að fá annað sætið áfram en þetta er það sem flokksmenn völdu og þá er bara að taka því," segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokkins. Hún beið lægri hlut fyrir Tryggva Þór Herbertssyni í baráttu um annað sætið í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi en úrslit voru tilkynnt síðdegis. 15.3.2009 20:23 Leikskólastarfsmaður sló fimm ára gamlan dreng Borgaryfirvöld virðast ekki geta rekið leikskólastarfsmann úr starfi þrátt fyrir að hann hafi ítrekað slegið fimm ára gamlan dreng. Móðir drengsins er reið og segir að drengurinn þori ekki lengur að mæta í skólann. 15.3.2009 20:00 Bretaprins er vinur frumskógarins Karl Bretaprins er í fjögurra daga heimsókn í Brasilíu ásamt eiginkonu sinnu Camillu hertogaynju af Cornwall. Prinsinn er mikill umhverfisverndarsinni og hefur verið óþreytandi baráttumaður fyrir verndun regnskóganna. Af því tilefni var hann útnefndur vinur frumskógarins í heimsókninni. 15.3.2009 20:30 Jón Baldvin er pappírstígrisdýr Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstaðan í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík breyti Jóni Baldvini Hannibalssyni í pappírstígrisdýr. 15.3.2009 19:56 Ólga á N-Írlandi Þjóðernissinnaðir Írar fleygðu bensínsprengjum og grjóti í lögregluna í gær eftir að þrír menn úr klofningshópi frá Írska lýðveldishernum voru handteknir fyrir morðin á tveim breskum hermönnum. 15.3.2009 19:30 Prófkjör Samfylkingarinnar í Kraganum er í uppnámi Svo gæti farið að röð frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi breytist, ef tæplega 150 atkvæði sem lýst voru ógild verða talin með, eins og krafa er uppi um. Fjöldi manns sem taldi sig vera í flokknum reyndist ekki vera á kjörskrá. 15.3.2009 18:41 Lítil endurnýjun í prófkjörum flokkanna Krafan um endurnýjun skilaði sér ekki inn í prófkjör sjálfstæðismanna og Samfylkingar í gær að mati stjórnmálafræðings. Sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins röðuðu sér alls staðar í efstu sætin. 15.3.2009 19:19 150 þungavigtarmenn í Samfylkingunni skora á Jóhönnu Líklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir lýsi yfir formannsframboði sínu í Samfylkingunni á allra næstu dögum. Á föstudag var henni afhent áskorun frá 150 þungavigtarmönnum og konum í flokknum um að bjóða sig fram og í gær fékk hún yfirburðarkosningu í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. 15.3.2009 18:48 Hákarlar í sundkeppni Tveir hákarlar blönduðu sér í stóra sundkeppni sem haldin var undan strönd Sydney í Ástralíu í dag. Hákarlarnir höfðu sjöhundruð sundmenn til að velja úr og svo virðist sem þeir hafi ekki getað ákveðið sig. 15.3.2009 18:45 Þrjár konur og þrír karlar leiða framboðslista VG Úrslit úr öllum forvölum Vinstri grænna liggja nú fyrir og ljóst að karlar og konur skipta með sér að leiða framboðslista flokksins í komandi kosningum. 15.3.2009 17:32 Hálka á Reykjanesbraut Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu. Á Hellisheiði og Þrengslum er snjókoma og hálka. Á Suðurlandi eru víða hálkublettir, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 15.3.2009 17:24 Breska stjórnin ber ábyrgð fjármálakreppunni Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að ríkisstjórnin yrði að taka sinn hluta af ábyrgð á fjármálakreppunni sem nú ríkir í landinu. Hann lagði þó áherslu á að engin eftirlitsstofnun í heiminum hefði séð kreppuna fyrir nógu snemma til þess að aðhafast eitthvað. 15.3.2009 17:19 Páfagarður gagnrýnir bannfæringu á 9 ára stúlku Páfagarður hefur nú blandað sér í mál brasilisku móðurinnar sem var bannfærð fyrir að hjálpa níu ára gamalli dóttur sinni að komast í fóstureyðingu. Læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðinguna voru einnig bannfærðir. Telpan gekk með tvíbura eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni. Biskuparáð Brasilíu hefur nú afturkallað bannfæringuna. 15.3.2009 17:11 Tryggvi felldi þingflokksformanninn Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og fyrrum efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, hafnaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann sigraði Arnbjörgu Sveinsdóttur þingflokksformann með rúmlega 350 atkvæða mun. Kristján Þór Júlíusson, núverandi oddviti, fékk örugga kosningu í fyrsta sætið. 15.3.2009 16:57 Saksóknari fær ekki skýrslur um gömlu bankana Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda bankahrunsins hefur sökum bankaleyndar ekki fengið aðgang að þeim gögnum sem hann telur nauðsynlegt að embætti sitt fái. Um er að ræða skýrslur endurskoðunarfyrirtækja um gömlu bankana dagana fyrir og eftir fall þeirra í október. Skýrslunar eru nú í vörslu Fjármálaeftirlitsins. 15.3.2009 16:19 Kristján efstur - Tryggvi í 2. sæti Kristján Þór Júlíusson er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þegar talinn hafa verið 1000 atkvæði. Tryggi Þór Herbertsson, hagfræðingur, er í öðru sæti. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, er í þriðja sæti. Tryggvi hefur 154 atkvæða forskot á Arnbjörgu. 15.3.2009 16:04 Krafa um endurnýjun og öfluga talsmenn Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að niðurstöður í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í gær endurspegli annarsvegar kröfu um endurnýjun og hinsvegar vilja flokksmanna um að hafa atkvæðamikla og öfluga talsmenn í forystu. Hún segir að Samfylkingarfólk hafi refsað Össuri Skarphéðinssyni og að Jón Baldvin Hannibalsson geti gefið frá sér frekari stjórnmáladrauma. 15.3.2009 14:30 Páfi vill styrkja kaþólsku kirkjuna í Afríku Benedikt sextándi páfi segir að með fyrirhugaðri ferð sinni til Afríku vilji hann hvetja til friðar og vonar. Hann vill jafnframt styrkja innviði kaþólsku kirkjunnnar í heimshlutanum. 15.3.2009 14:19 Feðginum hafnað Feðginunum Jóni Baldvini Hannibalssyni og Kolfinnu Baldvinsdóttir vegnaði ekki vel í prófkjörum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í gær. Báðum var hafnað. 15.3.2009 13:27 Frambjóðandi veit ekki í hvaða sæti hann lenti ,,Ég hef ekki frekar en aðrir sem höfnuðu neðar en 12. sæti ekki hugmynd um hvort ég hafnaði í 13. sæti eða 29. sæti. Þessi leynd er afar sérkennileg og alveg ástæðulaus," segir Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður. Hún sóttist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en var ekki meðal 12 efstu. 15.3.2009 13:15 Jón sigraði - Grímur varð sjötti Talningu atkvæða úr prófkjöri Vinstri grænna Norðvesturkjördæmi er lokið. Jón Bjarnason, þingmaður og oddvitaði flokksins í kjördminu, sigraði örugglega. Grímur Atlason fyrrum bæjarstjóri í Bolungarvík og núverandi bæjarstjóri Dalabyggðar hafnaði í sjötta sæti. 15.3.2009 12:43 Ólöf Nordal: Slakur árangur kvenna kemur á óvart Ólöf Nordal, sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir að það hafi komið sér á óvart að konur skyldu ekki fá betri kosningu í prófkjörinu í gær. Ólöf er eina konan í efstu sex sætunum 15.3.2009 12:18 Fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafnað Fjórum núverandi þingmönnum var hafnað í prófkjörum sjálfstæðisflokksins í gær. Kosningaþátttaka var mun dræmari nú en fyrir tveimur árum eða sem nemur 20 prósentum. 15.3.2009 12:02 Réttarhöld hefjast yfir Josef Fritzl Þegar Elísabet Fritsel var átján ára gömul bað Jósef faðir hennar hana um að hjálpa sér að bera eitthvað dót ofan í kjallara. Þaðan átti Elísabet ekki afturkvæmt í tuttugu og fjögur ár. 15.3.2009 12:00 Línur skýrast í Norðausturkjördæmi Kosið verður um átta efstu sæti á lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi í dag. Kosning fer fram á kjördæmisþingi flokksins á Egilsstöðum en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson og Birkir J. Jónsson keppa um fyrsta sætið. Úrslit ættu að liggja fyrir í kvöld. 15.3.2009 10:59 Viðbúnaði á Vestfjörðum lokið Veðurstofan í samráði við Kristínu Völundardóttur, lögreglustjórann á Vestfjörðum, hefur afturkallað óvissustig á Norðanverðum Vestfjörðum og er því viðbúnaði lokið. 15.3.2009 10:33 Argandi módel Sex konur slösuðust í upphlaupi sem varð í New York í gær þegar þúsundir kvenna söfnuðust saman í von um að verða valdar til þáttöku í næstu sjónvarpsþáttaröð American Next Top Model. Það er fyrrverandi ofurfyrirsætan Tyra Banks sem stjórnar þáttunum. 15.3.2009 10:25 Niðurstöður úr prófkjörum flokkanna Úrslit réðust í fjölmörgum prófkjörum í gær og í nótt. Illugi Gunnarsson hreppti efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Illugi fékk ríflega helmingi fleiri atkvæði í fyrsta sætið en keppinautur hans Guðlaugur Þór Þórðarson sem hafnaði í öðru sæti. Alls tóku tæplega 8 þúsund manns þátt í prófkjörinu en talningu lauk skömmu fyrir miðnætti í gær. Pétur Blöndal hlaut þriðja sætið og Ólöf Nordal fjórða. Þar á eftir komu þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson. Ásta Möller hafnaði í sjöunda sæti og Erla Ósk Ásgeirsdóttir í því áttunda 15.3.2009 10:06 Erilsöm nótt - þrír handteknir í samkvæmi í Árbænum Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og gistu alls tíu manns fangageymslur. Átök brutust út í samkvæmi í heimahúsi í Vallarási í Árbæjarhverfi eftir miðnætti. Karlmaður var fluttur á slysadeild mikið slasaður á handlegg eftir að hann kýldi í gegnum rúðu. Þrír gestir úr samkvæminu gistu fangageymslur í nótt. 15.3.2009 09:50 Talsverður erill hjá lögreglunni á Suðurnesjum Talsvert var um að vera hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gærkvöldi og nótt. Um ellefu leytið í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um árekstur í Grindavík þar sem ökumaður ók af vettvangi. Lögreglumenn höfðu upp á manninum skömmu síðar en hann var grunaður um ölvun við akstur. 15.3.2009 09:20 Hálka víðsvegar um landið Á Suðurlandi er hálka og éljagangur á Hellisheiði, hálka í Þrengslum og á Sandskeiði annars hálka og snjóþekja í uppsveitum, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 15.3.2009 09:04 Sjá næstu 50 fréttir
Sjálfstæðisflokkur á móti skylduskráningu Sjálfstæðisflokkur sker sig frá öðrum flokkum í afstöðu sinni til reglna um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum þingmanna. Hann vill að þingmenn ákveði sjálfir hvort þeir skrái þessar upplýsingar eða ekki. Rætt verður um reglurnar í forsætisnefnd Alþingis í dag. 16.3.2009 05:00
Tíbetar viðurkenni framfarir Panchen Lama, næstæðsti andlegi leiðtogi Tíbeta sem var útvalinn af hinum kínversku yfirdrottnurum, hvatti í gær landa sína til að vera þakkláta fyrir þær efnahagslegu framfarir sem Tíbet hefur orðið aðnjótandi undir kínverskum yfirráðum. 16.3.2009 05:00
Trúfélag móður ekki ráðandi Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, mun taka ákvæðið um að barn fylgi trúfélagi móður til endurskoðunar. Þetta er gert í kjölfar álits Jafnréttisstofu um að ákvæðið stangist á við jafnréttislög. 16.3.2009 05:00
Safnað fyrir innanlandsaðstoð „Okkar markmið er að hvert mannsbarn á Íslandi gefi 100 krónur," segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um landssöfnun sem hefst í dag í samstarfi við Rauða kross Íslands. Vilborg segir söfnunina vera tilkomna vegna aukinnar þarfar á aðstoð innanlands í kjölfar breyttra aðstæðna í landinu og er miðað við að safna 32 milljónum króna ef allir landsmenn taka þátt. 16.3.2009 04:30
Sharif fylkir liði til Islamabad Þrátt fyrir að vera gert að sæta stofufangelsi fór Nawaz Sharif, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan, í gær fyrir fjöldagöngu stjórnarandstæðinga að höfuðborginni Islamabad. „Þetta er forleikurinn að byltingu,“ tjáði Sharif sjónvarpsstöð úr farsíma sínum. 16.3.2009 04:00
Ræða misbeitingu valds Indefence-hópurinn svonefndi, sem efndi í vetur til undirskriftasöfnunar á netinu til að mótmæla ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkavarnalögum gegn íslenskum bönkum og stjórnvöldum í október síðastliðnum, mun á morgun, þriðjudag, afhenda þær rúmlega 83.000 undirskriftir sem safnast hafa við athöfn í breska þinginu í Westminster í Lundúnum. 16.3.2009 04:00
Starfsmenn Granda vilja fá launauppbót „Að sjálfsögðu mun ég ræða þetta við forráðamenn Granda,“ segir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. Hann var spurður um viðbrögð við ákvörðun stjórnar HB-Granda um að greiða eigendum 150 milljónir í arð, en hagnaður af fyrirtækinu nam einum 2,3 milljörðum á síðasta ári. Áður umsömdum launahækkunum verkafólks, upp á 13.500 krónur, var frestað nýlega, í ljósi efnahagsástandsins. 16.3.2009 03:15
Engir biðlistar lengur hjá dagforeldrum „Það fækkar börnum hjá okkur, frá og með október, þegar heimgreiðslurnar koma á og bankahrunið verður. Það er eiginlega ekkert hringt og leitað eftir plássum," segir Ólöf Lilja Sigurðardóttir sem situr í stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra í Reykjavík. 16.3.2009 03:00
Færri í fitusog og dýrari brjóstastækkanir „Við vitum að það er aðallega yngra fólkið sem fer í silíkonaðgerðir og fitusog. Þetta eru tvær algengustu fegrunaraðgerðirnar sem framkvæmdar eru og það hefur dregið úr báðumm. Það er tölvuvert minni eftirspurn en hefur verið," segir Guðmundur M.Stefánsson lýtalæknir hjá Domus Medica. Fréttablaðið hringdi í nokkra lýtalækna hér í bæ og samkvæmt lauslegri könnun blaðsins virðist sem yngra fólk haldi að sér höndum og minni eftirspurn sé eftir fitusogsaðgerðum hjá hópnum undir fertugu. 16.3.2009 03:00
Merkel boðar hertari skotvopnalög Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að stjórnvöld hafi strangara eftirlit með vopnaeign landsmanna eftir harmleikinn í bænum Winnenden, en þegar 17 ára drengur banaði fimmtán manns auk sjálfs sín í skotæði í skólanum sem hann gekk áður í. Drengurinn notaði byssu föður síns sem hann hafði fundið í svefnherbergi hans. 16.3.2009 03:00
Vilja að forsetinn segi af sér Yfir hálft þriðja þúsund manna gengu um götur Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í gær og kröfðust afsagnar Mikhail Saakashvili, forseta landsins. 16.3.2009 02:30
43 ára gömul gjá brúuð Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að tími sé kominn til að Frakkar gangi aftur til liðs við herstjórnarkerfi Atlantshafsbandalagsins eftir að hafa staðið utan við það í 43 ár. 16.3.2009 02:00
Birkir Jón sigraði Höskuld Birkir Jón Jónsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Kosið var um átta efstu sætin á lista flokksins á kjördæmaþingi á Egilsstöðum í dag. Höskuldur Þórhallsson varð annar og Hulda Aðalbjarnardóttir hafnaði í þriðja sæti. 15.3.2009 19:34
Fáklæddir hjólareiðamenn Hundruð mismunandi lítið klæddra hjólreiðamanna hjóluðu um Lima höfuðborg Perús í gær til þess að vekja athygli á reiðhjólinu sem umhverfisvænum og hljóðlátum farkosti. Gríðarleg bílaumferð er í Lima með tilheyrandi útblæstri og umferðarhnútum. 15.3.2009 21:30
Arnbjörg unir niðurstöðunni ,,Ég hafði vonast til þess að fá annað sætið áfram en þetta er það sem flokksmenn völdu og þá er bara að taka því," segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokkins. Hún beið lægri hlut fyrir Tryggva Þór Herbertssyni í baráttu um annað sætið í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi en úrslit voru tilkynnt síðdegis. 15.3.2009 20:23
Leikskólastarfsmaður sló fimm ára gamlan dreng Borgaryfirvöld virðast ekki geta rekið leikskólastarfsmann úr starfi þrátt fyrir að hann hafi ítrekað slegið fimm ára gamlan dreng. Móðir drengsins er reið og segir að drengurinn þori ekki lengur að mæta í skólann. 15.3.2009 20:00
Bretaprins er vinur frumskógarins Karl Bretaprins er í fjögurra daga heimsókn í Brasilíu ásamt eiginkonu sinnu Camillu hertogaynju af Cornwall. Prinsinn er mikill umhverfisverndarsinni og hefur verið óþreytandi baráttumaður fyrir verndun regnskóganna. Af því tilefni var hann útnefndur vinur frumskógarins í heimsókninni. 15.3.2009 20:30
Jón Baldvin er pappírstígrisdýr Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstaðan í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík breyti Jóni Baldvini Hannibalssyni í pappírstígrisdýr. 15.3.2009 19:56
Ólga á N-Írlandi Þjóðernissinnaðir Írar fleygðu bensínsprengjum og grjóti í lögregluna í gær eftir að þrír menn úr klofningshópi frá Írska lýðveldishernum voru handteknir fyrir morðin á tveim breskum hermönnum. 15.3.2009 19:30
Prófkjör Samfylkingarinnar í Kraganum er í uppnámi Svo gæti farið að röð frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi breytist, ef tæplega 150 atkvæði sem lýst voru ógild verða talin með, eins og krafa er uppi um. Fjöldi manns sem taldi sig vera í flokknum reyndist ekki vera á kjörskrá. 15.3.2009 18:41
Lítil endurnýjun í prófkjörum flokkanna Krafan um endurnýjun skilaði sér ekki inn í prófkjör sjálfstæðismanna og Samfylkingar í gær að mati stjórnmálafræðings. Sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins röðuðu sér alls staðar í efstu sætin. 15.3.2009 19:19
150 þungavigtarmenn í Samfylkingunni skora á Jóhönnu Líklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir lýsi yfir formannsframboði sínu í Samfylkingunni á allra næstu dögum. Á föstudag var henni afhent áskorun frá 150 þungavigtarmönnum og konum í flokknum um að bjóða sig fram og í gær fékk hún yfirburðarkosningu í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. 15.3.2009 18:48
Hákarlar í sundkeppni Tveir hákarlar blönduðu sér í stóra sundkeppni sem haldin var undan strönd Sydney í Ástralíu í dag. Hákarlarnir höfðu sjöhundruð sundmenn til að velja úr og svo virðist sem þeir hafi ekki getað ákveðið sig. 15.3.2009 18:45
Þrjár konur og þrír karlar leiða framboðslista VG Úrslit úr öllum forvölum Vinstri grænna liggja nú fyrir og ljóst að karlar og konur skipta með sér að leiða framboðslista flokksins í komandi kosningum. 15.3.2009 17:32
Hálka á Reykjanesbraut Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu. Á Hellisheiði og Þrengslum er snjókoma og hálka. Á Suðurlandi eru víða hálkublettir, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 15.3.2009 17:24
Breska stjórnin ber ábyrgð fjármálakreppunni Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að ríkisstjórnin yrði að taka sinn hluta af ábyrgð á fjármálakreppunni sem nú ríkir í landinu. Hann lagði þó áherslu á að engin eftirlitsstofnun í heiminum hefði séð kreppuna fyrir nógu snemma til þess að aðhafast eitthvað. 15.3.2009 17:19
Páfagarður gagnrýnir bannfæringu á 9 ára stúlku Páfagarður hefur nú blandað sér í mál brasilisku móðurinnar sem var bannfærð fyrir að hjálpa níu ára gamalli dóttur sinni að komast í fóstureyðingu. Læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðinguna voru einnig bannfærðir. Telpan gekk með tvíbura eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni. Biskuparáð Brasilíu hefur nú afturkallað bannfæringuna. 15.3.2009 17:11
Tryggvi felldi þingflokksformanninn Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og fyrrum efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, hafnaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann sigraði Arnbjörgu Sveinsdóttur þingflokksformann með rúmlega 350 atkvæða mun. Kristján Þór Júlíusson, núverandi oddviti, fékk örugga kosningu í fyrsta sætið. 15.3.2009 16:57
Saksóknari fær ekki skýrslur um gömlu bankana Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda bankahrunsins hefur sökum bankaleyndar ekki fengið aðgang að þeim gögnum sem hann telur nauðsynlegt að embætti sitt fái. Um er að ræða skýrslur endurskoðunarfyrirtækja um gömlu bankana dagana fyrir og eftir fall þeirra í október. Skýrslunar eru nú í vörslu Fjármálaeftirlitsins. 15.3.2009 16:19
Kristján efstur - Tryggvi í 2. sæti Kristján Þór Júlíusson er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þegar talinn hafa verið 1000 atkvæði. Tryggi Þór Herbertsson, hagfræðingur, er í öðru sæti. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, er í þriðja sæti. Tryggvi hefur 154 atkvæða forskot á Arnbjörgu. 15.3.2009 16:04
Krafa um endurnýjun og öfluga talsmenn Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að niðurstöður í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í gær endurspegli annarsvegar kröfu um endurnýjun og hinsvegar vilja flokksmanna um að hafa atkvæðamikla og öfluga talsmenn í forystu. Hún segir að Samfylkingarfólk hafi refsað Össuri Skarphéðinssyni og að Jón Baldvin Hannibalsson geti gefið frá sér frekari stjórnmáladrauma. 15.3.2009 14:30
Páfi vill styrkja kaþólsku kirkjuna í Afríku Benedikt sextándi páfi segir að með fyrirhugaðri ferð sinni til Afríku vilji hann hvetja til friðar og vonar. Hann vill jafnframt styrkja innviði kaþólsku kirkjunnnar í heimshlutanum. 15.3.2009 14:19
Feðginum hafnað Feðginunum Jóni Baldvini Hannibalssyni og Kolfinnu Baldvinsdóttir vegnaði ekki vel í prófkjörum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í gær. Báðum var hafnað. 15.3.2009 13:27
Frambjóðandi veit ekki í hvaða sæti hann lenti ,,Ég hef ekki frekar en aðrir sem höfnuðu neðar en 12. sæti ekki hugmynd um hvort ég hafnaði í 13. sæti eða 29. sæti. Þessi leynd er afar sérkennileg og alveg ástæðulaus," segir Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður. Hún sóttist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en var ekki meðal 12 efstu. 15.3.2009 13:15
Jón sigraði - Grímur varð sjötti Talningu atkvæða úr prófkjöri Vinstri grænna Norðvesturkjördæmi er lokið. Jón Bjarnason, þingmaður og oddvitaði flokksins í kjördminu, sigraði örugglega. Grímur Atlason fyrrum bæjarstjóri í Bolungarvík og núverandi bæjarstjóri Dalabyggðar hafnaði í sjötta sæti. 15.3.2009 12:43
Ólöf Nordal: Slakur árangur kvenna kemur á óvart Ólöf Nordal, sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir að það hafi komið sér á óvart að konur skyldu ekki fá betri kosningu í prófkjörinu í gær. Ólöf er eina konan í efstu sex sætunum 15.3.2009 12:18
Fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafnað Fjórum núverandi þingmönnum var hafnað í prófkjörum sjálfstæðisflokksins í gær. Kosningaþátttaka var mun dræmari nú en fyrir tveimur árum eða sem nemur 20 prósentum. 15.3.2009 12:02
Réttarhöld hefjast yfir Josef Fritzl Þegar Elísabet Fritsel var átján ára gömul bað Jósef faðir hennar hana um að hjálpa sér að bera eitthvað dót ofan í kjallara. Þaðan átti Elísabet ekki afturkvæmt í tuttugu og fjögur ár. 15.3.2009 12:00
Línur skýrast í Norðausturkjördæmi Kosið verður um átta efstu sæti á lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi í dag. Kosning fer fram á kjördæmisþingi flokksins á Egilsstöðum en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson og Birkir J. Jónsson keppa um fyrsta sætið. Úrslit ættu að liggja fyrir í kvöld. 15.3.2009 10:59
Viðbúnaði á Vestfjörðum lokið Veðurstofan í samráði við Kristínu Völundardóttur, lögreglustjórann á Vestfjörðum, hefur afturkallað óvissustig á Norðanverðum Vestfjörðum og er því viðbúnaði lokið. 15.3.2009 10:33
Argandi módel Sex konur slösuðust í upphlaupi sem varð í New York í gær þegar þúsundir kvenna söfnuðust saman í von um að verða valdar til þáttöku í næstu sjónvarpsþáttaröð American Next Top Model. Það er fyrrverandi ofurfyrirsætan Tyra Banks sem stjórnar þáttunum. 15.3.2009 10:25
Niðurstöður úr prófkjörum flokkanna Úrslit réðust í fjölmörgum prófkjörum í gær og í nótt. Illugi Gunnarsson hreppti efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Illugi fékk ríflega helmingi fleiri atkvæði í fyrsta sætið en keppinautur hans Guðlaugur Þór Þórðarson sem hafnaði í öðru sæti. Alls tóku tæplega 8 þúsund manns þátt í prófkjörinu en talningu lauk skömmu fyrir miðnætti í gær. Pétur Blöndal hlaut þriðja sætið og Ólöf Nordal fjórða. Þar á eftir komu þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson. Ásta Möller hafnaði í sjöunda sæti og Erla Ósk Ásgeirsdóttir í því áttunda 15.3.2009 10:06
Erilsöm nótt - þrír handteknir í samkvæmi í Árbænum Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og gistu alls tíu manns fangageymslur. Átök brutust út í samkvæmi í heimahúsi í Vallarási í Árbæjarhverfi eftir miðnætti. Karlmaður var fluttur á slysadeild mikið slasaður á handlegg eftir að hann kýldi í gegnum rúðu. Þrír gestir úr samkvæminu gistu fangageymslur í nótt. 15.3.2009 09:50
Talsverður erill hjá lögreglunni á Suðurnesjum Talsvert var um að vera hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gærkvöldi og nótt. Um ellefu leytið í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um árekstur í Grindavík þar sem ökumaður ók af vettvangi. Lögreglumenn höfðu upp á manninum skömmu síðar en hann var grunaður um ölvun við akstur. 15.3.2009 09:20
Hálka víðsvegar um landið Á Suðurlandi er hálka og éljagangur á Hellisheiði, hálka í Þrengslum og á Sandskeiði annars hálka og snjóþekja í uppsveitum, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 15.3.2009 09:04