Innlent

Jón Baldvin er pappírstígrisdýr

Björn Bjarnason, þingmaður og fyrrum ráðherra.
Björn Bjarnason, þingmaður og fyrrum ráðherra.

Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstaðan í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík breyti Jóni Baldvini Hannibalssyni í pappírstígrisdýr.

Jón sem lýst hefur yfir vilja til að leiða Samfylkinguna, fari Jóhanna Sigurðardóttir ekki í formannsframboð, hafnaði í 13. sæti af 19 frambjóðendum í prófkjöri flokksins í gær.

,,Útreið Jóns Baldvins í Reykjavíkurprófkjörinu, þar sem hann vermdi eitt af neðstu sætunum, breytir honum í pappírstígrisdýr í hugsanlegum formannsslag. Sú staðreynd dregur líklega ekki úr ótta elítunnar innan Samfylkingarinnar við formannskjör," segir Björn í pistli á heimasíðu sinni.

Pistil Björns er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×