Innlent

Hálka á Reykjanesbraut

Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu.

Á Hellisheiði og Þrengslum er snjókoma og hálka. Á Suðurlandi eru víða hálkublettir, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi eru hálkublettir í Borgarfirði, hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hálkublettir, snjóþekja og éljagangur eru í Dölum og Reykhólasveit. Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og éljagangur.

Hálkublettir á fjallvegum á Norðvesturlandi. Á Norðausturlandi er hálka og hálkublettir.

Á Austurlandi er hálka á fjallvegum annars hálkublettir.

Á Suðausturlandi er snjóþekja frá Vík í Kvísker annars er greiðfært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×