Innlent

Hálka víðsvegar um landið

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Á Suðurlandi er hálka og éljagangur á Hellisheiði, hálka í Þrengslum og á Sandskeiði annars hálka og snjóþekja í uppsveitum, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálkublettir eru í Borgarfirði og snjóþekja á Holtavörðuheiði. Hálka og éljagangur er á norðanverðu Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er hálka, þungfært er um Hálfdán og Mikladal en mokstur stendur yfir.

Á Norðvesturlandi er hálka í Húnavatnssýslum, vegir eru greiðfærir í Skagafirði fyrir utan hálkubletti á fjallvegur.

Hálka og hálkublettir eru á Norðausturlandi. Á Austurlandi er hálka á fjallvegum annars hálkublettir. Snjóþekja er á Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×