Innlent

Þrjár konur og þrír karlar leiða framboðslista VG

Þrír núverandi þingmenn VG. Þurríður Backman, Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir.
Þrír núverandi þingmenn VG. Þurríður Backman, Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir.
Úrslit úr öllum forvölum Vinstri grænna liggja nú fyrir og ljóst að karlar og konur skipta með sér að leiða framboðslista flokksins í komandi kosningum.

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir munu leiða listana í Reykjavík, Guðfríður Lilja er í fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi, Atli Gíslason í Suðurkjördæmi, Steingrímur J. Sigfússon í Norðausturkjördæmi og Jón Bjarnason í Norðvesturkjördæmi.

,,Ef skoðað er hverjir lentu í fjórum efstu sætunum í öllum kjördæmum eru konur 13 af 24 eða 54% þeirra sem hlutu brautargengi. Á listunum blandast saman nýliðar og reynsluboltar en allir sitjandi þingmenn náðu kjöri meðal efstu frambjóðenda. Meðalaldur frambjóðendanna er 45 ár, sá yngsti er 26 ára og sá elsti 65 ára," segir í tilkynningu frá Drífu Snædal framkvæmdastýru Vinstri grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×