Innlent

Feðginum hafnað

Kolfinna og Jón Baldvin.
Kolfinna og Jón Baldvin.
Feðginunum Jóni Baldvini Hannibalssyni og Kolfinnu Baldvinsdóttir vegnaði ekki vel í prófkjörum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í gær. Báðum var hafnað.

Jón sem lýst hefur yfir vilja til að leiða Samfylkinguna, fari Jóhanna Sigurðardóttir ekki í formannsframboð, hafnaði í 13. sæti af 19 frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Kolfinna gaf kost á sér í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Hún var ekki meðal sex efstu.

Kolfinna er yngsta dóttir Jóns og Bryndísar Schram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×