Innlent

Jón sigraði - Grímur varð sjötti

Talningu atkvæða úr prófkjöri Vinstri grænna Norðvesturkjördæmi er lokið. Jón Bjarnason, þingmaður og oddvitaði flokksins í kjördminu, sigraði örugglega. Grímur Atlason fyrrum bæjarstjóri í Bolungarvík og núverandi bæjarstjóri Dalabyggðar hafnaði í sjötta sæti.

Jón hlaut 254 atkvæði í fyrsta sætið en 375 atkvæði greiddu 375. 524 voru á kjörskrá. Í öðru sæti varð Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri með 124 atkvæði í 1.-2. sæti.

Ásmundur Einar Daðason 3. sæti

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir 4. sæti

Telma Magnúsdóttir 5. sæti

Grímur Atlason 6. sæti.

Prófkjörið var framkvæmt með póstkosningu og eru niðurstöður birtar með fyrirvara um samþykki kjördæmisráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×