Innlent

Fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafnað

Frá þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins.
Fjórum núverandi þingmönnum var hafnað í prófkjörum sjálfstæðisflokksins í gær. Kosningaþátttaka var mun dræmari nú en fyrir tveimur árum eða sem nemur 20 prósentum.

Úrslit í prófkjörum Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi liggja nú fyrir.

Illugi Gunnarsson hreppti fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Fékk hann nokkuð afgerandi kosningu eða ríflega helmingi fleiri atkvæði en Guðlaugur Þór Þórðarson sem einnig sóttist eftir fyrsta sæti. Guðlaugur hafnaði í öðru sæti.

Pétur Blöndal fékk þriðja sæti, Ólöf Nordal fjórða og Sigurður Kári Kristjánsson það fimmta. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti, Ásta Möller sjöunda og Erla Ósk Ásgeirsdóttir áttunda.

Jón Magnússon, þingmaður, sem sóttist eftir þriðja sæti en komst ekki á blað yfir 12 efstu menn.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk níu þingmenn kjörna í Reykjavík í síðustu kosningum en miðað við nýlegar skoðanakannanir má teljast ólíklegt að flokkurinn fái fleiri en átta í næstu kosningum.

Ármann hafnaði í sjöunda sætiBjarni Benediktsson fékk flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafnaði í öðru sæti, Ragnheiður Ríkharðsdóttir í þriðja og Jón Gunnarsson í fjórða. Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður sem vildi annað til þriðja sæti endaði í sjöunda sæti. Flokkurinn fékk sex þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum.

Ragnheiður Elín Árnadóttir mun leiða lista sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi. Ragnheiður flutti sig frá suðvesturkjördæmi fyrir prófkjörið. Árni Johnsen varð í öðru sæti og Unnur Brá Konráðsdóttir í því þriðja.

Þingmenn höfnuðu í fimmt og sjötta sæti

Þingmennirnir Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir sem sóttust eftir endurkjöri höfnuðu í fimmta og sjötta sæti. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum.

Kosningaþátta í prófkjörum sjálfstæðisflokksins var mun minni nú en þegar síðast var kosið árið 2006. Alls greiddu rúmlega 17 þúsund manns atkvæði en síðast greiddu tæplega 23 þúsund atkvæði eða sex þúsund fleiri.


Tengdar fréttir

Niðurstöður úr prófkjörum flokkanna

Úrslit réðust í fjölmörgum prófkjörum í gær og í nótt. Illugi Gunnarsson hreppti efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Illugi fékk ríflega helmingi fleiri atkvæði í fyrsta sætið en keppinautur hans Guðlaugur Þór Þórðarson sem hafnaði í öðru sæti. Alls tóku tæplega 8 þúsund manns þátt í prófkjörinu en talningu lauk skömmu fyrir miðnætti í gær. Pétur Blöndal hlaut þriðja sætið og Ólöf Nordal fjórða. Þar á eftir komu þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson. Ásta Möller hafnaði í sjöunda sæti og Erla Ósk Ásgeirsdóttir í því áttundaAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.