Fleiri fréttir

Mannskæð sprengjuárás í Bagdad

Að minnsta kosti 22 létust og 54 særðust í morgun þegar sprengja sem komið hafði verið fyrir í bifreið sprakk á strætisvagnastöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Árásin var gerð í norðvesturhlusta borgarinnar en þar eru shía-múslimar fjölmennir.

Flugeldasala hefst á morgun - bankatertan í boði

Árleg flugeldasala Slysavarnafélagsins Landsbjörgar hefst á morgun. Flugeldasalan er stærsta, og um leið mikilvægasta, fjáröflun björgunarsveita en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu.

Stefna Samfylkingarinnar skýr í Evrópumálum

Forysta Samfylkingarinnar hefur ekki umboð flokksins til að sækja um aðild að Evrópusambandinu, segir Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Varaformaður Samfylkingarinnar segir augljóst að umræddur þingmaður hafi ekki mætt á marga landsfundi Samfylkingarinnar.

Á rangri plánetu

Fylkisstjóri Illinois, Rod Blagojevich, sem grunaður er um að hafa ætlað að selja öldungardeildarsæti Barack Obama, segir að ef hann hafi gert eitthvað rangt, sé hann á rangri plánetu.

19 hross dauð

19 hross hafa nú drepist vegna salmónellusýkingar sem lagðist á stóð á Kjalarnesi í byrjun vikunnar. Þremur var lógað í gærkvöldi nótt og í morgun.

Ríkisstjórnin sýnir ekki vilja til samstarfs

Endurskoðun kjarasamninga á almennum markaði er í uppnámi en þeirri vinnu á að vera lokið fyrir 15. febrúar. Forsvarsmenn ASÍ telja að ríkisstjórnin sýni ekki vilja til samstarfs og eru ósáttir við fjárlögin.

Hefur ekki tekið ákvörðun um formannsframboð

,,Ég hef ekki útlokað að gefa kost á mér en ég hef ekki tekið ákvörðun," sagði Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í útvarpsþættinum Vikulokin í aðspurður hvort hann hafi hug á að gefa kost sér til formennsku í Framsóknarflokknum.

Þúsundir minnast Benazir Bhutto

Meira en 150.000 Pakistanar eru saman komnir í borginni Garhi Khuda Bakhsh við grafhýsi Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, sem var myrt fyrir ári síðan í borginni. Lögreglan hefur gert umtalsverðar öryggisráðstafanir við grafhýsið til að koma í veg fyrir óeirðir.

120 látnir eftir loftárásir Ísraela

Rúmlega 120 Palestínumenn eru látnir og yfir 200 særðir eftir að Ísraelar hófu röð loftárása á Gaza-ströndina í morgun. Tugum flugskeyta hefur verið skotið á skotmörk á svæðinu, þar á meðal lögreglustöð. Gaza-svæðið hefur verið á yfirráðasvæði Hamas-samtakanna frá í júní 2007.

Saknað eftir hákarlaárás í Ástralíu

Óttast er að karlmaður á sextugsaldri hafi orðið fyrir hákarlaárás við vesturströnd Ástralíu í morgun. Maðurinn var í sjónum með 24 ára gömlum syni sínum þegar hann hvarf skyndilega og sjórinn varð rauður á litinn. Skömmu áður hafði sést til hákarls á sveimi í kringum fiskibáta.

Sprengja sprakk á flugvelli í Nepal

Einn særðist þegar öflug sprengja sprakk nærri Tribhuvan alþjóðaflugvellinum í Kathamandu í Nepal í gær. Mikil umferð vestrænna ferðamanna hefur verið um flugvöllinn yfir hátíðarnar og þykir mikil mildir að enginn hafi látist.

Skíðasvæðin á Dalvík, í Tindastóli og Hlíðarfjalli opin

Í dag er skíðasvæðið á Dalvík opið frá klukkan 12 til 16. Þar er logn og milt veður. Skíðasvæðið í Tindastól er einnig opið til kl 16 í dag en þar er nægur og góður snjór. Þá eru tvær lyftur opnar í Hlíðarfjalli við Akueyri og verður opið klukkan 16 í dag.

Efnahagsráðgjafi vegna fjárfestinga á Bretlandi

Ríkisstjórnin ætlar að skipa sérstakan efnahagsráðgjafa sem falið verður að hafa yfirumsjón með fjárfestingum á Bretlandi sem fjármagnaðar voru af íslensku bönkunum. Þetta kemur fram breska dagblaðinu Daily Mail í dag.

Varað við hálku á Vestfjörðum

Vegagerðin varar við flughálku á Hálfdáni og á Kleifaheiði á Vestfjörðum og á Breiðdalsheiði á Austfjörðum. Á Steingrímsfjarðarheiði er krapi.

Rólegt víða um land - líkamsársás á Húsavík

Nóttin var með rólegast móti samkvæmt lögreglu víða um land og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Á Húsavík var maður handtekinn grunaður um líkamsárás og vinnur lögregla að rannsókn málsins. Sá sem varð fyrir fyrir árásinni er ekki talinn mikið slasaður. Hinn grunaði var vistaður í fangageymslu í nótt.

Samfylkingin bíður Sjálfstæðisflokksins

Ljóst er að Samfylkingin mun ekki gera breytingar á ráðherraliði sínu fyrr en eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í lok janúar.

Augnlæknar ætla í útrás

Augnlæknastofan Sjónlag ætlar að markaðssetja starfsemi sína erlendis á næsta ári, jafnvel í samstarfi við tannlækni og lýtalækni, vegna þess hversu ódýrar aðgerðir eru vegna gengis krónunnar. Erlendir sjúklingar eru þegar farnir að koma til landsins í augnaðgerðir.

Sýking líklega í yfirborðsvatni

„Sextán hross eru dauð og sex til átta alvarlega veik,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis.

Íslenskir stjórar tilnefndir

Bankastjórar íslensku bankanna eru tilnefndir til „CEO overpaid award“ sem þýða mætti sem oflaunuðustu stjórnendurnir. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Hlutafjárútboð á næsta ári

„Við ætlum að fara í alþjóðlegt hlutafjárútboð á öðrum ársfjórðungi næsta árs og reynum að standa við það, hvort sem það verður í íslensku eða erlendu félagi,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, sem framleiðir tölvuleikinn Eve Online.

Íhaldssamir fá frekar framgang

Hófsamir tyrkneskir múslimar eru nú undir auknum þrýstingi til að ganga með höfuðklúta, ganga til bæna á föstudögum og fasta í Ramadan-mánuði ef þeir vilja framgang í starfi innan stjórnsýslunnar.

Aðsókn í þjónustu kirkjunnar

Kirkjusókn yfir hátíðarnar var mun meiri á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra að sögn sóknarpresta og prófasta sem Fréttablaðið talaði við. Gísli Jónasson, sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli, segir að kirkjusókn hafi verið óvenju mikil alla aðventuna og hann hafi orðið var við meiri kirkjusókn frá því í haust. Jón Dalbú Hróbjartsson, segir aðsóknina í Hallgrímskirkju hafa verið enn meiri í ár en í fyrra þó ekki hafi hún verið dræm þá.

Nytsömustu síðurnar á Netinu

Breska dagblaðið Telegraph hefur, líkt og Vísir, birt lista yfir mest lesnu fréttirnar á vefútgáfu blaðsins, www.telegraph.co.uk. Þar eru fréttir af Barack Obama og bandarísku kosningunum fyrirferðarmiklar auk kreppufrétta og frétta frá Ólympíuleikunum í Peking sem haldnir voru í sumar. Mest lesna fréttin er hinsvegar "gagnleg", en þar er um að ræða lista yfir 101 nytsamar síður á Internetinu.

Morðóði jólasveinninn myrti níu

Níunda fórnarlamb Bruce Pardo, sem hóf skothríð í jólaboði íklæddur jólasveinabúningi á aðfangadag er fundið. Líkið fannst í dag í rústum hússins sem Pardo kveikti í eftir að hafa skotið á veislugestina.

Vinsælustu fréttir Vísis árið 2008

Árið 2008 fer líklega í sögubækurnar sem eitt viðburðarríkasta árið í sögu þjóðarinnar. Hvort fall Lehman brothers eða óhóflegar lánveitingar til tengdra aðila komu okkur í hóp með Simbabve og fleiri góðum er hinsvegar ekki vitað.

Jarðskjálftar í Kína

Þúsundum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í suðvestur Kína í kjölfar þess að þrír jarðskjálftar riðu yfir svæðið í dag. Stærsti skjálftinn var 4,9 á Richter kvarðanum og slösuðust að minnsta kosti nítján. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið í skjálftunum. Kínverjar eru enn að takast á við hamfarirnar sem riðu yfir þann tólfta maí í ár þegar jarðskjálfti í Sichuan héraði varð áttatíu þúsund manns að bana.

Innheimta á 360 milljónir með gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu

Ekki er búið að útfæra hvernig innheimta á 360 milljónir króna á næsta ári með ýmis konar gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Forsætisráðherra segir marga þeirra sem sækja þjónustu í heilbrigðiskerfinu við góða heilsu í grunninn, og geti staðið undir gjaldtökunni.

Hefur verið í farbanni í 20 mánuði

Hæstiréttur staðfesti í vikunni farbannsúrskurð héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er umfangsmikil efnhagsbrot. Maðurinn hefur verið í farbanni í 20 mánuði.

Spennan magnast á milli Indverja og Pakistana

Spennan virðist vera að magnast á milli kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans. Sagt var frá því fyrr í dag að indversk stjórnvöld hafi ráðið landsmönnum sínum frá því að fara yfir landamærin til Pakistans og nú berast fregnir af því að Pakistanski herinn sé að flytja sig í auknum mæli að landamærum ríkjanna.

Barack Obama er dáðasti maður Bandaríkjanna

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, er dáðasti maður landsins ef marka má könnun á vegum dagblaðsins USA Today og Gallup. Könnunin er árlegur viðburður og er ávallt sagt frá niðurstöðum hennar á öðrum degi jóla. Könnunin nær til allra ríkja Bandaríkjanna og er spurt hvaða karlmann og hvaða konu menn dáist mest að. Obama sigraði karlahópinn með miklum yfirburðum, en 32 prósent þeirra sem svöruðu nefndu hann.

Ekið á hjólreiðamann á Sæbraut

Umferðarslys varð nú fyrir stundu á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs. Ekið var á hjólreiðamann og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki er vitað nánar um líðan mannsins en að sögn lögreglu var hann þó með meðvitund þegar sjúkrabíll kom á vettvang.

Indverjum ráðið frá að ferðast til Pakistans

Yfirvöld á Indlandi ráða Indverjum frá því að ferðast til nágrannaríksins Pakistans. Spenna hefur magnast milli kjarnorkuveldanna frá morðárásinni í Múmbaí á Indlandi í síðasta mánuði.

Níunda lýðræðisgangan á Akureyri á morgun

Á morgun klukkan 15.00 verður farin níunda lýðræðisgangan á Akureyri. Gengið verður að venju frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg. Á Ráðhústorgi verður tekið höndum saman og myndaður hringur. Síðan verður hugleitt í 10 mínútur um frið og samkennd. Guðrún Þórsdóttir forsvarsmaður göngunnar hvetur alla Akureyringa til að láta sjá sig.

Forseti Gíneu borinn til grafar

Lansana Conté, fyrrverandi forseti Vestur-Afríkuríkisins Gíneu, var borinn til grafar með viðhöfn í höfuðborginni Conakry í dag. Conté, sem var forseti Gíneu í nær aldarfjórðung lést á mánudaginn eftir langvinn veikindi. Herforingjar hrifsuðu þegar til sín völd í landinu.

Palestínskar stúlkur féllu í flugskeytaárás

Tvær palestínskar stúlkur týndu lífi þegar flugskeyti herskárra Palestínumanna skall fyrir mistök á húsi þeirra á Gaza-svæðinu í dag. Stúlkurnar voru 5 og 13 ára. Flugskeytin áttu að springa handan landamæranna í Ísrael.

Spyr hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé á leið til Munchen

Styrmir Gunnarsson skrifar merkilega grein í dag þar sem hann fjallar um evrópuumræðuna sem nú fer fram í Sjálfstæðisflokknum. Hann spyr m.a hvort við séum á leið til Munchen og vitnar til þess þegar Neville Chamberlain sneri sigri hrósandi heim til Bretlands frá Munchen með undirskrifað pappírblað frá Adolf Hitler sem átti að tryggja frið í heiminum.

Ísraelar opna landamærin að Gaza

Ísraelar opnuðu í morgun landamærin að Gaza þannig að hægt væri að flytja hjálpargögn þangað. Landamærin hafa verið lokuð um nokkurt skeið.

24 innbrot í höfuðborginni frá því á aðfangadag

Sex innbrot voru framin á höfuðborgarsvæðinu í nótt.Brotist var inn í Varmárskóla í Mosfellsbæ og Lauganesskóla í Reykjavík. Þá var brotist inn í fyrirtæki í Hafnarfirði og á heimili í Vatnsendahverfi í Kópavogi. 24 innbrot hafa verið skráð á höfuðborgarsvæðinu frá því á miðnætti á aðfangadag.

Innanlandsflugið komið á fullt

Innlandsflug er aftur komið á fullt eftir hátíðarnar. Ekkert var flogið í gær en í dag fara 16 vélar á vegum Flugélags Íslands frá Reykajvík til áfangastaða víðs vegar um landið.

Eyddi jólunum í að hjúkra veikum hrossum

Eigendur hrossanna sem sýkst hafa af salmónellu í Mosfellsbæ hafa eytt stærstum hluta jólanna í að hjúkra hrossum sínum. Fjórtán hafa drepist og enn er tvísýnt með hátt í 30. Árni Páll Árnason þingmaður á tvö hross sem sýktust.

Þjóðarsorg í Úkraínu

Björgunarmenn í Jev-pa-tóríu í suðurhluta Úkraínu leita enn eftirlifenda í rústum fjölbýlishúss sem sprakk aðfaranótt jóladags. Tuttugu manns er enn saknað en vitað er að tuttugu og tveir týndu lífi.

Kínversk herskip verjast sómölskum sjóræningjum

Þrjú kínversk herskip sigldu af stað frá Kína til Sómalíu í morgun. Verkefni hermanna um borð er að halda til undan strönd Afríkuríkisins og verja kínversk skip sem fara þar hjá gegn árásum sjóræningja.

Sjá næstu 50 fréttir