Erlent

Sprengja sprakk á flugvelli í Nepal

Prachanda, forsætisráðherra Nepal. Mynd/AP
Prachanda, forsætisráðherra Nepal. Mynd/AP

Einn særðist þegar öflug sprengja sprakk nærri Tribhuvan alþjóðaflugvellinum í Kathamandu í Nepal í gær. Mikil umferð vestrænna ferðamanna hefur verið um flugvöllinn yfir hátíðarnar og þykir mikil mildir að enginn hafi látist.

Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér en meira en 13.000 manns féllu í áratugalangu borgarastríði á milli yfirvalda og uppreisnarsinnuðum maóistum. Þó er ekki vitað hvort sprengingin tengist þeim átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×