Samfylkingin bíður Sjálfstæðisflokksins 27. desember 2008 08:30 Ljóst er að margir ásælast ráðherrastóla og þeir sem í þeim sitja eru ekki endilega tilbúnir til að standa strax upp. Samfylkingin mun bíða niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokks með mögulegar breytingar. Ljóst er að Samfylkingin mun ekki gera breytingar á ráðherraliði sínu fyrr en eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í lok janúar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði um miðjan mánuðinn að ríkisstjórnin yrði að svara kalli almennings um mannabreytingar í ríkisstjórn, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu og hún væri að skoða þessi mál hvað Samfylkinguna varðaði. Á Þorláksmessu sagði hún hins vegar að engar breytingar yrðu á ráðherraliði flokksins fyrir áramót og hverfandi líkur væru á breytingum á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir ekki ráðlegt að fara í breytingar á ráðherraliðinu svo skömmu fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingarfólki sé full alvara með að endurskoða stjórnarsamstarfið hafni Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandsaðild. Því sé rétt að bíða niðurstöðu landsfundar; lítil ástæða sé til breytinga verði stjórnarslit í febrúarbyrjun. Þingmenn Samfylkingar sögðust fæstir hafa búist við því að gerðar yrðu breytingar í bráð, þrátt fyrir yfirlýsingar formannsins. Þær hefðu verið útspil í innri valdabaráttu flokksins, jafnvel orðaðar til að taka bitið úr gagnrýni óbreyttra þingmanna; væri von á ráðherrastól héldu menn sig á mottunni. Helst hefur verið nefnt til sögunnar að þau Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hverfi úr ráðherrastóli. Þórunn er gömul vinkona og samstarfskona Ingibjargar, meðal annars úr R-listanum, og ljóst er að ekki verður sársaukalaust að víkja henni til hliðar. Verði svo, er líklegast að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, einnig úr R-listanum, fái embættið. Óljóst er hver yrði eftirmaður Björgvins, hverfi hann á braut. Lúðvík Bergvinsson hefur lengi keppt við Björgvin og þeir Árni Páll Árnason og Gunnar Svavarsson hafa einnig verið nefndir til sögunnar. Björgvin hefur lengi haft hug á embætti varaformanns, en Ágúst Ólafur Ágústsson þykir valtur í þeim sessi. Talið er að Ingibjörg Sólrún sé því mótfallin og brotthvarf Björgvins af ráðherrastóli gæti orðið hluti af stærri fléttu sem lyki með því að Dagur B. Eggertsson, enn einn samstarfsmaður formannsins úr R-listanum, yrði varaformaður flokksins. Landsfundur Samfylkingarinnar er fyrirhugaður 13. til 15. nóvember. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Ljóst er að Samfylkingin mun ekki gera breytingar á ráðherraliði sínu fyrr en eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í lok janúar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði um miðjan mánuðinn að ríkisstjórnin yrði að svara kalli almennings um mannabreytingar í ríkisstjórn, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu og hún væri að skoða þessi mál hvað Samfylkinguna varðaði. Á Þorláksmessu sagði hún hins vegar að engar breytingar yrðu á ráðherraliði flokksins fyrir áramót og hverfandi líkur væru á breytingum á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir ekki ráðlegt að fara í breytingar á ráðherraliðinu svo skömmu fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingarfólki sé full alvara með að endurskoða stjórnarsamstarfið hafni Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandsaðild. Því sé rétt að bíða niðurstöðu landsfundar; lítil ástæða sé til breytinga verði stjórnarslit í febrúarbyrjun. Þingmenn Samfylkingar sögðust fæstir hafa búist við því að gerðar yrðu breytingar í bráð, þrátt fyrir yfirlýsingar formannsins. Þær hefðu verið útspil í innri valdabaráttu flokksins, jafnvel orðaðar til að taka bitið úr gagnrýni óbreyttra þingmanna; væri von á ráðherrastól héldu menn sig á mottunni. Helst hefur verið nefnt til sögunnar að þau Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hverfi úr ráðherrastóli. Þórunn er gömul vinkona og samstarfskona Ingibjargar, meðal annars úr R-listanum, og ljóst er að ekki verður sársaukalaust að víkja henni til hliðar. Verði svo, er líklegast að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, einnig úr R-listanum, fái embættið. Óljóst er hver yrði eftirmaður Björgvins, hverfi hann á braut. Lúðvík Bergvinsson hefur lengi keppt við Björgvin og þeir Árni Páll Árnason og Gunnar Svavarsson hafa einnig verið nefndir til sögunnar. Björgvin hefur lengi haft hug á embætti varaformanns, en Ágúst Ólafur Ágústsson þykir valtur í þeim sessi. Talið er að Ingibjörg Sólrún sé því mótfallin og brotthvarf Björgvins af ráðherrastóli gæti orðið hluti af stærri fléttu sem lyki með því að Dagur B. Eggertsson, enn einn samstarfsmaður formannsins úr R-listanum, yrði varaformaður flokksins. Landsfundur Samfylkingarinnar er fyrirhugaður 13. til 15. nóvember. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira