Innlent

Hlutafjárútboð á næsta ári

CCP fer í hlutafjárútboð á næsta ári, hvort sem það verður í íslensku eða erlendu félagi.
CCP fer í hlutafjárútboð á næsta ári, hvort sem það verður í íslensku eða erlendu félagi.
„Við ætlum að fara í alþjóðlegt hlutafjárútboð á öðrum ársfjórðungi næsta árs og reynum að standa við það, hvort sem það verður í íslensku eða erlendu félagi,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, sem framleiðir tölvuleikinn Eve Online.

Sögusagnir hafa verið á kreiki að CCP flytji starfsemi sína úr landi. Ástæða er sögð vera gjaldeyrishöft á erlendum gjaldeyri hér á landi.

Gjaldeyrisreglunum var breytt í síðustu viku þannig að fyrirtæki sem hafa yfir 80 prósent tekna í erlendri mynt fá undanþágu. Vilhjálmur segist vona að CCP falli þar undir og vonar að ekki komi til neinna breytinga hjá CCP.

„Við viljum helst hafa félagið skráð á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. -vsp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×