Innlent

Rólegt víða um land - líkamsársás á Húsavík

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Nóttin var með rólegast móti samkvæmt lögreglu víða um land og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Á Húsavík var maður handtekinn grunaður um líkamsárás og vinnur lögregla að rannsókn málsins. Sá sem varð fyrir fyrir árásinni er ekki talinn mikið slasaður. Hinn grunaði var vistaður í fangageymslu í nótt.

Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt. Annar aðilinn fannst ofurölvi fyrir aftan skemmtistað við Hafnargötu. Hinn var handtekinn fyrir ölvun og óspektir, meðal annas fyrir að hafa brotið rúðu á veitingastað við Hafnargötu.

Í Vesturbæ Reykjavíkur var brotist inn á veitingastað og hárgreiðslustofu og lítilsháttar af peningum stolið. Þá voru þrír voru teknir grunaðir um ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×