Erlent

Á rangri plánetu

Fylkisstjóri Illinois, Rod Blagojevich.
Fylkisstjóri Illinois, Rod Blagojevich.

Fylkisstjóri Illinois, Rod Blagojevich, sem grunaður er um að hafa ætlað að selja öldungardeildarsæti Barack Obama, segir að ef hann hafi gert eitthvað rangt, sé hann á rangri plánetu.

Sá háttur er hafður á í Bandaríkjunum að ef öldungardeildarmaður segir af sér eða deyr á miðju kjörtímabili, skipar ríkisstjóri heimafylkis hans mann í hans stað.

Blagojevich er talinn hafa ætlað að selja sæti Obama eftir að hann var kjörinn forseti og náðust samtöl hans við fólk um þetta upp á segulband, þegar alríkislögreglumenn voru að hlera síma hans út af öðrum spillingarmálum. Hann er talinn einstaklega óforskammaður maður og þyklja ummæli hans í dag sanna það enn frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×