Erlent

Þjóðarsorg í Úkraínu

Viktor Júsjenkó forseti Úkraínu
Viktor Júsjenkó forseti Úkraínu

Björgunarmenn í Jev-pa-tóríu í suðurhluta Úkraínu leita enn eftirlifenda í rústum fjölbýlishúss sem sprakk aðfaranótt jóladags. Tuttugu manns er enn saknað en vitað er að tuttugu og tveir týndu lífi.

Talið er að sprengingin hafi orðið út frá leka úr súrefnis- eða gaskútum sem munu hafa verið geymdir í kjallara hússins. Engin opinber skýring hefur hins vegar verið gefin á sprengingunni. Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag vegna atburðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×