Erlent

Þúsundir minnast Benazir Bhutto

Benazir var tárvot við komuna til Pakistan eftir átta ár í útlegð í október 2007. MYND/AFP
Benazir var tárvot við komuna til Pakistan eftir átta ár í útlegð í október 2007. MYND/AFP

Meira en 150.000 Pakistanar eru saman komnir í borginni Garhi Khuda Bakhsh við grafhýsi Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, sem var myrt fyrir ári síðan í borginni. Lögreglan hefur gert umtalsverðar öryggisráðstafanir við grafhýsið til að koma í veg fyrir óeirðir.

Bhutto var á kosningaferðlagi þegar hún var myrt í sjálfsvígsárás í borginni Rawalpindi skammt frá höfuðborginni Islamabad 27. desember 2007.

Í tvígang gengdi hún forsætisráðherraembætti, fyrst frá 1988 til 1990, og síðan frá 1993 til 1996. Í báðum tilfellum var hún hrakin frá völdum af forsetanum vegna ásakana um spillingu. Hún fór í sjálfskapaða útlegð sem hún sneri aftur úr eftir átta ár í október á seinasta ári.

Asif Ali Zardari, eiginmaður Bhutto, tók við formennsku í flokki hennar og var kjörinn forseti landsins í september sl.

Einstakur ferill Benazir Bhutto










Fleiri fréttir

Sjá meira


×