Innlent

Augnlæknar ætla í útrás

Aðgerðir augnlæknastofu eru mjög hagstæðar erlendis vegna gengis krónunnar. Auglýsingar eru fyrirhugaðar á næsta ári.
Aðgerðir augnlæknastofu eru mjög hagstæðar erlendis vegna gengis krónunnar. Auglýsingar eru fyrirhugaðar á næsta ári.
Augnlæknastofan Sjónlag ætlar að markaðssetja starfsemi sína erlendis á næsta ári, jafnvel í samstarfi við tannlækni og lýtalækni, vegna þess hversu ódýrar aðgerðir eru vegna gengis krónunnar. Erlendir sjúklingar eru þegar farnir að koma til landsins í augnaðgerðir.

Ólafur Már Björnsson augnlæknir segir að fólk sé þegar farið að koma frá Færeyjum og Svíþjóð.Á næsta ári sé meiningin að auglýsa erlendis og þá í samvinnu við tannlækni.

Sjónlag getur boðið upp á augnaðgerð fyrir 12 þúsund danskar krónur vegna gengis krónunnar. Í Danmörku kostar sama aðgerð 22-26 þúsund danskar. - ghs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×