Innlent

Íslenskir stjórar tilnefndir

fyrrverandi bankastjórar
fyrrverandi bankastjórar
Bankastjórar íslensku bankanna eru tilnefndir til „CEO overpaid award“ sem þýða mætti sem oflaunuðustu stjórnendurnir. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Í grein blaðsins segir að íslensku bankastjórunum hafi tekist að sökkva ekki einungis eigin fyrirtækjum heldur heilli þjóð. Annars segir blaðið að í ár sé af nógu að taka.

Sir Fred Goodwin, forstjóri Royal Bank of Scotland, er einnig tilnefndur sem og Daniel Mudd, forstjóri Fannie May, og Dick Syron hjá Freddi Mac. Blaðið kemst þó að þeirri niðurstöðu að Dick Fuld, forstjóri Lehman Brothers-banka, sé ótvíræður sigurvegari. Hann hafi þénað tugi milljóna bandaríkjadala áður en bankinn féll í september síðastliðnum og velti af stað alþjóðlega efnahagshruninu.- ovd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×