Fleiri fréttir Fimmtán mánaða fangelsi fyrir vörslu barnakláms Hæstiréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að hafa í vörslu sinni rúmlega 14.700 ljósmyndir og yfir 200 hreyfimyndir með barnaklámi. 13.11.2008 17:46 Byko dæmt til að greiða tæpar sex milljónir í bætur vegna vinnuslyss Hæstiréttur dæmdi í dag Byko til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum tæpar sex milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss. 13.11.2008 17:19 Kreppubrandarar -fyrsti skammtur Þið hafið verið dugleg að svara beiðni um kreppubrandara og myndir. Kærar þakkir. Hér kemur fyrsti skammtur: 13.11.2008 17:14 Stálu umferðarljósum Umferðarljósum var stolið í gærkvöldi af gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík. Ljósahausinn sem tekinn var ófrjálsri hendi er nokkru minni en hefðbundin ljós og var hann festur á miðjan staur, sem er vestanmegin gatnamóta fyrir umferð frá Holtavegi að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ljósin voru sett upp nýlega og tengd ljósastýringu á mánudag. 13.11.2008 16:33 Stjórnvöld ítreka að þau tryggja innstæður á bankareikningum hérlendis Íslensk stjórnvöld hafa engar áætlanir uppi um að falla frá áformum um að tryggja innstæður á bankareikningum hérlendis. 13.11.2008 16:03 Ríkið beri ekki ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs Ríkisendurskoðun telur að fella eigi Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkissjóðs og segir að sjóðurinn geti með engu móti talist eign ríkisins og það beri heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings. 13.11.2008 15:51 Heilsuverndarstöðin gjaldþrota Heilsuverndarstöðin hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að fá að hætta starfsemi. Hjá Heilsuverndarstöðinni störfuðu 33 einstaklingar við að veita endurhæfingarþjónustu til 50 skjólstæðinga. Öllu starfsfólki Heilsuverndarstöðvarinnar hefur verið sagt upp. 13.11.2008 15:47 Stillimynd á Skjá einum í kvöld Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdarstjóri Skjásins sem m.a rekur Skjá einn segir að engar auglýsingar verði sýndir á stöðinni í kvöld. Hún boðar breytingar á dagskránni en vill ekki gefa upp hverjar þær breytingar séu. Samkvæmt heimildum Vísis verður engin dagskrá á Skjá einum í kvöld. 13.11.2008 15:37 Áverkar af mannavöldum leiddu til dauða manns í sumarbústað Bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu á manni sem fannst látinn í sumarbústað í Grímsnesi um síðustu helgi benda til þess að maðurinn hafi hlotið áverka af mannavöldum sem leitt hafi til dauða hans. 13.11.2008 15:29 Fjármagn til Nýrrar sýnar kom ekki frá íslenskum viðskiptabönkum „Maður kemur fram opinberlega og segist ætla að brjóta á rétti annars manns. Sá seinni segir: Ef þú brýtur á rétti mínum mun ég kæra þig. Sá fyrri kallar það ósvífnar og forkastanlegar hótanir.“ Þetta er upphafið að yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni 365 hf. 13.11.2008 15:28 Vilja klára vinnu við hollenska lánið Hollendingar leggja áherslu á að ljúka vinnu varðandi sameiginlega viljayfirlýsingu þeirra og Íslendinga sem fjármálaráðherrar ríkjanna gáfu út þann 11. október síðastliðinn. Yfirlýsingin miðar að því að Hollendingar láni Íslendingum til þess að unnt verði að standa skil á greiðslum úr tryggingasjóði innistæðueigenda til hollenskra sparifjáreigenda. Hendrieneke Bolhaar, talskona Wouter Bor, fjármálaráðherra Hollands, segir í samtali við Vísi að Hollendingar leggi á það áherslu að ljúka þessari vinnu eins fljótt og auðið er. 13.11.2008 15:04 Dæmdur fyrir kynmök við 12 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna, fyrir að hafa haft kynmök við 12 ára stúlku. 13.11.2008 14:57 Fjármálaráðherra dró upp kolsvarta efnahagsmynd Fulltrúar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna bjuggust ekki við að Árni Mathiesen fjármálaráðherra boðaði fagnaðarerindi af neinu tagi í ræðu sinni í dag en myndin sem hann dró upp af ástandinu var greinilega enn svartari en margir höfðu búist við að sjá. 13.11.2008 14:31 Áfengissala 30 prósentum meiri í október í ár en í sama mánuði í fyrra Velta í dagvöruverslun dróst saman um 1,3 prósent á föstu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. 13.11.2008 14:25 Hrun blasir við í fjármálum sveitarfélaga Rekstarhalli sveitarfélaganna verður 4,3 milljarðar króna, eða þrjú prósent af tekjum, í ár og 30 milljarðar króna á næsta ári sem svarar til um fimmtungs af tekjum þeirra. Þetta kom fram í máli Karl Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu þeirra í dag. 13.11.2008 14:19 Hittir loksins Dalai Lama Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, mun funda með Dalai Lama, andlegum leiðtogi Tíbeta, í næsta mánuði í Póllandi. 13.11.2008 14:16 Steingrímur ávarpar færeyska þingið Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur þekkst heimboð til Færeyja í tengslum við 60 ára afmæli Tjoðveldisflokksins sem er systurflokkur Vinstri grænna. 13.11.2008 13:58 Leitað að lausn á 900 milljarða kröfu Breta og Hollendinga Til tíðinda gæti dregið í deilum íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninganna í dag eða á morgun. Þetta herma heimildir Vísis. 13.11.2008 13:47 Fritzl ákærður fyrir morð Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hefur verið ákærður fyrir morð á einu þeirra sjö barna sem hann eignaðist með dóttur sinni. Það lést skömmu eftir fæðingu, í kjallaranum þar sem Fritzl hélt dótturinni fanginni í 24 ár. 13.11.2008 13:30 Átelja ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki hafnað eftirliti Breta Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri átelur harðlega að ríkisstjórn Íslands skuli ekki skilyrðislaust hafna fyrirhuguðu loftrýmiseftirliti Bretlands yfir Íslandi. 13.11.2008 13:25 Færri fjárlagaliðir fram úr heimildum 106 fjárlagaliðir höfðu farið meira en fjögur prósent umfram fjárheimildir eftir fyrstu níu mánuði ársins samkvæmt nýbirtu uppgjöri ríkissjóðsins fyrir tímabilið. Vitnað er til þess í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að þetta sé fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 116 fjárlagaliðir voru með meiri halla en sem nam fjögur prósent af heimildum. 13.11.2008 13:19 Áfram í varðhaldi vegna fíkniefnaverksmiðju Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson voru í héraðsdómi í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 13.11.2008 13:00 Staðið við skuldbindingar í þróunarmálum ,,Við stöndum við það sem við höfum tekið að okkur og það er kjarni málsins," segir Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir utanríkisráðuneytisins vegna yfirstandi efnahagsþrenginga. 13.11.2008 12:37 Aðstoðarríkislögreglustjóri vill á Suðurnes Fjórir sækjast eftir því að verða lögreglustjóri á Suðurnesjum, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 11. nóvember síðastliðinn. 13.11.2008 12:25 Talibanar vilja stöðva aftökur - annarra Afganistan hóf aftökur á nýjan leik í þessari viku eftir árs hlé. Níu manns hafa verið teknir af lífi fyrir morð, nauðganir og mannrán. Þrír talibanar voru í þeim hópi. 13.11.2008 12:15 Kalla eftir framtíðarsýn frá stjórnvöldum Samtök atvinnulífsins kalla eftir framtíðarsýn frá stjórnvöldum. Atvinnulífið þoli ekki mikið lengur hina heimatilbúnu óvissu. Á þriðja hundrað stjórnenda ræddu framtíð Íslands á Grand hótel í morgun. 13.11.2008 12:13 Stjórnarflokkar reyna að ná saman í stórum málum Stjórnarflokkarnir freista þess að ná saman um stefnumörkun varðandi yfirstjórn Seðlabanka Íslands, Evrópusambandsaðild og upptöku evru. Það virðist vera dagaspursmál um hvort flokkarnir nái saman, en meiningarmunur er djúpstæður í þessum veigamiklu málefnum. 13.11.2008 12:00 Allt að 14 króna munur á bensínverði Þótt öll olíufélögin séu nú búin að hækka eldsneytisverð er hlaupin samkeppni í bensínsöluna því munur á hæsta og lægsta bensínverði er allt að fjórtán krónum. 13.11.2008 11:58 Rússar tilbúnir að hætta við eldflaugar Það hefur farið ósegjanlega í taugarnar á Rússum að Bandaríkjamenn skuli ætla að setja upp tíu loftvarnaeldflaugar í Póllandi. 13.11.2008 11:45 Kosningar í vor og innganga í Evrópusambandið Ungir jafnaðarmenn vilja að kosið verði til Alþingis á fyrri hluta næsta árs. Það er nauðsynlegt til þess að ná sátt í íslensku samfélagi. Pólitískt umhverfi Íslands er breytt eftir fall fjármálakerfisins og kjósendur eiga að fá tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig uppbyggingu Íslands verður háttað. Ríkisstjórn landsins þarf að sækja nýtt umboð til þjóðarinnar. 13.11.2008 11:39 Námsmenn erlendis fá ekki sjálfkrafa aukalán vegna kreppunnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að umsóknir námsmanna erlendis um aukalán vegna kreppunnar verði metnar hver fyrir sig og því fái námsmenn lánið ekki sjálfkrafa. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 13.11.2008 11:37 Samfylkingarráðherrar sagðir tala út og suður í loftrýmismáli Ráðherrar Samfylkingarinnar voru sakaðir um að tala út og suður vegna fyrirhugaðrar komu breskra hersveita hingað til lands í desember til loftrýmiseftirlits. 13.11.2008 11:21 Lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélaga hækkaður með lögum Samgönguráðherra kynnir síðar í mánuðinum frumvarp sem hækkar lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi úr 50 í eitt þúsund. Ráðherrann ræddi í gær við fulltrúa fámennra sveitarfélaga þar sem hann kynnti hugmyndirnar. Samkvæmt frétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins lýsti Kristján L. Möller samgönguráðherra fyrirætlunum sínum en hugmyndir eru um að sveitarfélögum verði gefinn aðlögunartími til að vinna að sameiningum fram til ársins 2012. Eftir það myndi hin væntanlega lagabreyting taka gildi. Kristján tók þó fram á fundinum að ef rök mæltu með undanþágu yrði tekið tillit til sérstakra aðstæðna. 13.11.2008 11:14 Reiknar með fjölmenni á félagsfundi ,,Ég veit ekki á hverju ég á von þar sem ég hef fengið stuðning frá félagsmönnum en líka gagnrýni," segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, um félagsfund sem haldinn verður í kvöld. 13.11.2008 10:47 Danskur hermaður dæmdur fyrir voðaskot Dómstóll í Hilleröd í Danmörku dæmdi í dag danskan hermann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa orðið félaga sínum í hernum að bana í búðum Dana í Afganistan fyrr á árinu. 13.11.2008 10:28 Tekur undir kröfur Gylfa um að ráðherrar víki Skúli Thoroddssen, framkvæmdastjóri Starfgreinasambandsins, tekur undir þær kröfur Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra eigi að axla ábyrgð á bankahruninu og segja af sér. 13.11.2008 10:00 Háþrýstiþvottur í fullum gangi Samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðistflokknum er hárþýstiþvottur í fullum gangi í Valhöll, höfuðstöðvum félagsins. Rauðri málningu var skvett á húsið í nótt og fór hún aðallega á glugga byggingarinnar en einnig á veggi hennar. 13.11.2008 09:51 Dæmdur fyrir að hafa bitið dyravörð í fingurinn Héraðsdómur Vestfjarða hefur sakfellt karlmann fyrir að hafa bitið í litla fingur dyravarðar í Félagsheimilinu Víkurbæ í Bolungarvík þannig að hann hlaut tveggja sentímetra skurð. 13.11.2008 09:38 Aflinn dróst saman um sex prósent í október Heildarafli íslenskra skipa í október, metinn á föstu verði, var 6,2 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 13.11.2008 09:08 Mannskæð árás í Afganistan í morgun Ellefu eru látnir og 58 særðir eftir bílsprengjusjálfsmorðsárás gegn bílalest hermanna í austurhluta Afganistans í morgun. 13.11.2008 08:57 Stór-glæpamaður of stór fyrir fangaklefa Kanadískum fanga var sleppt úr fangelsi áður en hann hafði afplánað dóm sinn þar sem hann var of feitur til að rúmast í fangaklefa. 13.11.2008 08:16 Handtekin eftir innbrot í Hveragerði Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu par á þrítugsaldri á sjötta tímanum í morgun, þegar það var á leið til borgarinnar á vörubíl, eftir innbrot í iðnaðarhús í Hveragerði í nótt. 13.11.2008 08:14 Úrgangi fargað á laun á Ítalíu Ítölsk heilbrigðisyfirvöld rak í rogastans þegar þau uppgötvuðu iðnaðarúrgang sem hafði verið grafinn niður með leynd í úthverfi Napólí. 13.11.2008 07:29 Norskir innbrotsþjófar slá af kröfunum Óprúttnir aðilar sjá sér víða leik á borði og Norðmenn horfa nú upp á öldu rána og þjófnaða sem enginn eðlilegur þjófur hefði látið standa sig að fyrir aðeins nokkrum vikum. 13.11.2008 07:27 Spá 45 prósenta aukningu gróðurhúsalofttegunda Ekki er útilokað að gróðurhúsalofttegundir í andrúmslofti jarðar muni aukast um 45 prósent fram til ársins 2030. 13.11.2008 07:23 Sjá næstu 50 fréttir
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir vörslu barnakláms Hæstiréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að hafa í vörslu sinni rúmlega 14.700 ljósmyndir og yfir 200 hreyfimyndir með barnaklámi. 13.11.2008 17:46
Byko dæmt til að greiða tæpar sex milljónir í bætur vegna vinnuslyss Hæstiréttur dæmdi í dag Byko til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum tæpar sex milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss. 13.11.2008 17:19
Kreppubrandarar -fyrsti skammtur Þið hafið verið dugleg að svara beiðni um kreppubrandara og myndir. Kærar þakkir. Hér kemur fyrsti skammtur: 13.11.2008 17:14
Stálu umferðarljósum Umferðarljósum var stolið í gærkvöldi af gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík. Ljósahausinn sem tekinn var ófrjálsri hendi er nokkru minni en hefðbundin ljós og var hann festur á miðjan staur, sem er vestanmegin gatnamóta fyrir umferð frá Holtavegi að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ljósin voru sett upp nýlega og tengd ljósastýringu á mánudag. 13.11.2008 16:33
Stjórnvöld ítreka að þau tryggja innstæður á bankareikningum hérlendis Íslensk stjórnvöld hafa engar áætlanir uppi um að falla frá áformum um að tryggja innstæður á bankareikningum hérlendis. 13.11.2008 16:03
Ríkið beri ekki ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs Ríkisendurskoðun telur að fella eigi Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkissjóðs og segir að sjóðurinn geti með engu móti talist eign ríkisins og það beri heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings. 13.11.2008 15:51
Heilsuverndarstöðin gjaldþrota Heilsuverndarstöðin hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að fá að hætta starfsemi. Hjá Heilsuverndarstöðinni störfuðu 33 einstaklingar við að veita endurhæfingarþjónustu til 50 skjólstæðinga. Öllu starfsfólki Heilsuverndarstöðvarinnar hefur verið sagt upp. 13.11.2008 15:47
Stillimynd á Skjá einum í kvöld Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdarstjóri Skjásins sem m.a rekur Skjá einn segir að engar auglýsingar verði sýndir á stöðinni í kvöld. Hún boðar breytingar á dagskránni en vill ekki gefa upp hverjar þær breytingar séu. Samkvæmt heimildum Vísis verður engin dagskrá á Skjá einum í kvöld. 13.11.2008 15:37
Áverkar af mannavöldum leiddu til dauða manns í sumarbústað Bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu á manni sem fannst látinn í sumarbústað í Grímsnesi um síðustu helgi benda til þess að maðurinn hafi hlotið áverka af mannavöldum sem leitt hafi til dauða hans. 13.11.2008 15:29
Fjármagn til Nýrrar sýnar kom ekki frá íslenskum viðskiptabönkum „Maður kemur fram opinberlega og segist ætla að brjóta á rétti annars manns. Sá seinni segir: Ef þú brýtur á rétti mínum mun ég kæra þig. Sá fyrri kallar það ósvífnar og forkastanlegar hótanir.“ Þetta er upphafið að yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni 365 hf. 13.11.2008 15:28
Vilja klára vinnu við hollenska lánið Hollendingar leggja áherslu á að ljúka vinnu varðandi sameiginlega viljayfirlýsingu þeirra og Íslendinga sem fjármálaráðherrar ríkjanna gáfu út þann 11. október síðastliðinn. Yfirlýsingin miðar að því að Hollendingar láni Íslendingum til þess að unnt verði að standa skil á greiðslum úr tryggingasjóði innistæðueigenda til hollenskra sparifjáreigenda. Hendrieneke Bolhaar, talskona Wouter Bor, fjármálaráðherra Hollands, segir í samtali við Vísi að Hollendingar leggi á það áherslu að ljúka þessari vinnu eins fljótt og auðið er. 13.11.2008 15:04
Dæmdur fyrir kynmök við 12 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna, fyrir að hafa haft kynmök við 12 ára stúlku. 13.11.2008 14:57
Fjármálaráðherra dró upp kolsvarta efnahagsmynd Fulltrúar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna bjuggust ekki við að Árni Mathiesen fjármálaráðherra boðaði fagnaðarerindi af neinu tagi í ræðu sinni í dag en myndin sem hann dró upp af ástandinu var greinilega enn svartari en margir höfðu búist við að sjá. 13.11.2008 14:31
Áfengissala 30 prósentum meiri í október í ár en í sama mánuði í fyrra Velta í dagvöruverslun dróst saman um 1,3 prósent á föstu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. 13.11.2008 14:25
Hrun blasir við í fjármálum sveitarfélaga Rekstarhalli sveitarfélaganna verður 4,3 milljarðar króna, eða þrjú prósent af tekjum, í ár og 30 milljarðar króna á næsta ári sem svarar til um fimmtungs af tekjum þeirra. Þetta kom fram í máli Karl Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu þeirra í dag. 13.11.2008 14:19
Hittir loksins Dalai Lama Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, mun funda með Dalai Lama, andlegum leiðtogi Tíbeta, í næsta mánuði í Póllandi. 13.11.2008 14:16
Steingrímur ávarpar færeyska þingið Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur þekkst heimboð til Færeyja í tengslum við 60 ára afmæli Tjoðveldisflokksins sem er systurflokkur Vinstri grænna. 13.11.2008 13:58
Leitað að lausn á 900 milljarða kröfu Breta og Hollendinga Til tíðinda gæti dregið í deilum íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninganna í dag eða á morgun. Þetta herma heimildir Vísis. 13.11.2008 13:47
Fritzl ákærður fyrir morð Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hefur verið ákærður fyrir morð á einu þeirra sjö barna sem hann eignaðist með dóttur sinni. Það lést skömmu eftir fæðingu, í kjallaranum þar sem Fritzl hélt dótturinni fanginni í 24 ár. 13.11.2008 13:30
Átelja ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki hafnað eftirliti Breta Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri átelur harðlega að ríkisstjórn Íslands skuli ekki skilyrðislaust hafna fyrirhuguðu loftrýmiseftirliti Bretlands yfir Íslandi. 13.11.2008 13:25
Færri fjárlagaliðir fram úr heimildum 106 fjárlagaliðir höfðu farið meira en fjögur prósent umfram fjárheimildir eftir fyrstu níu mánuði ársins samkvæmt nýbirtu uppgjöri ríkissjóðsins fyrir tímabilið. Vitnað er til þess í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að þetta sé fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 116 fjárlagaliðir voru með meiri halla en sem nam fjögur prósent af heimildum. 13.11.2008 13:19
Áfram í varðhaldi vegna fíkniefnaverksmiðju Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson voru í héraðsdómi í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 13.11.2008 13:00
Staðið við skuldbindingar í þróunarmálum ,,Við stöndum við það sem við höfum tekið að okkur og það er kjarni málsins," segir Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir utanríkisráðuneytisins vegna yfirstandi efnahagsþrenginga. 13.11.2008 12:37
Aðstoðarríkislögreglustjóri vill á Suðurnes Fjórir sækjast eftir því að verða lögreglustjóri á Suðurnesjum, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 11. nóvember síðastliðinn. 13.11.2008 12:25
Talibanar vilja stöðva aftökur - annarra Afganistan hóf aftökur á nýjan leik í þessari viku eftir árs hlé. Níu manns hafa verið teknir af lífi fyrir morð, nauðganir og mannrán. Þrír talibanar voru í þeim hópi. 13.11.2008 12:15
Kalla eftir framtíðarsýn frá stjórnvöldum Samtök atvinnulífsins kalla eftir framtíðarsýn frá stjórnvöldum. Atvinnulífið þoli ekki mikið lengur hina heimatilbúnu óvissu. Á þriðja hundrað stjórnenda ræddu framtíð Íslands á Grand hótel í morgun. 13.11.2008 12:13
Stjórnarflokkar reyna að ná saman í stórum málum Stjórnarflokkarnir freista þess að ná saman um stefnumörkun varðandi yfirstjórn Seðlabanka Íslands, Evrópusambandsaðild og upptöku evru. Það virðist vera dagaspursmál um hvort flokkarnir nái saman, en meiningarmunur er djúpstæður í þessum veigamiklu málefnum. 13.11.2008 12:00
Allt að 14 króna munur á bensínverði Þótt öll olíufélögin séu nú búin að hækka eldsneytisverð er hlaupin samkeppni í bensínsöluna því munur á hæsta og lægsta bensínverði er allt að fjórtán krónum. 13.11.2008 11:58
Rússar tilbúnir að hætta við eldflaugar Það hefur farið ósegjanlega í taugarnar á Rússum að Bandaríkjamenn skuli ætla að setja upp tíu loftvarnaeldflaugar í Póllandi. 13.11.2008 11:45
Kosningar í vor og innganga í Evrópusambandið Ungir jafnaðarmenn vilja að kosið verði til Alþingis á fyrri hluta næsta árs. Það er nauðsynlegt til þess að ná sátt í íslensku samfélagi. Pólitískt umhverfi Íslands er breytt eftir fall fjármálakerfisins og kjósendur eiga að fá tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig uppbyggingu Íslands verður háttað. Ríkisstjórn landsins þarf að sækja nýtt umboð til þjóðarinnar. 13.11.2008 11:39
Námsmenn erlendis fá ekki sjálfkrafa aukalán vegna kreppunnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að umsóknir námsmanna erlendis um aukalán vegna kreppunnar verði metnar hver fyrir sig og því fái námsmenn lánið ekki sjálfkrafa. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 13.11.2008 11:37
Samfylkingarráðherrar sagðir tala út og suður í loftrýmismáli Ráðherrar Samfylkingarinnar voru sakaðir um að tala út og suður vegna fyrirhugaðrar komu breskra hersveita hingað til lands í desember til loftrýmiseftirlits. 13.11.2008 11:21
Lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélaga hækkaður með lögum Samgönguráðherra kynnir síðar í mánuðinum frumvarp sem hækkar lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi úr 50 í eitt þúsund. Ráðherrann ræddi í gær við fulltrúa fámennra sveitarfélaga þar sem hann kynnti hugmyndirnar. Samkvæmt frétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins lýsti Kristján L. Möller samgönguráðherra fyrirætlunum sínum en hugmyndir eru um að sveitarfélögum verði gefinn aðlögunartími til að vinna að sameiningum fram til ársins 2012. Eftir það myndi hin væntanlega lagabreyting taka gildi. Kristján tók þó fram á fundinum að ef rök mæltu með undanþágu yrði tekið tillit til sérstakra aðstæðna. 13.11.2008 11:14
Reiknar með fjölmenni á félagsfundi ,,Ég veit ekki á hverju ég á von þar sem ég hef fengið stuðning frá félagsmönnum en líka gagnrýni," segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, um félagsfund sem haldinn verður í kvöld. 13.11.2008 10:47
Danskur hermaður dæmdur fyrir voðaskot Dómstóll í Hilleröd í Danmörku dæmdi í dag danskan hermann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa orðið félaga sínum í hernum að bana í búðum Dana í Afganistan fyrr á árinu. 13.11.2008 10:28
Tekur undir kröfur Gylfa um að ráðherrar víki Skúli Thoroddssen, framkvæmdastjóri Starfgreinasambandsins, tekur undir þær kröfur Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra eigi að axla ábyrgð á bankahruninu og segja af sér. 13.11.2008 10:00
Háþrýstiþvottur í fullum gangi Samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðistflokknum er hárþýstiþvottur í fullum gangi í Valhöll, höfuðstöðvum félagsins. Rauðri málningu var skvett á húsið í nótt og fór hún aðallega á glugga byggingarinnar en einnig á veggi hennar. 13.11.2008 09:51
Dæmdur fyrir að hafa bitið dyravörð í fingurinn Héraðsdómur Vestfjarða hefur sakfellt karlmann fyrir að hafa bitið í litla fingur dyravarðar í Félagsheimilinu Víkurbæ í Bolungarvík þannig að hann hlaut tveggja sentímetra skurð. 13.11.2008 09:38
Aflinn dróst saman um sex prósent í október Heildarafli íslenskra skipa í október, metinn á föstu verði, var 6,2 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 13.11.2008 09:08
Mannskæð árás í Afganistan í morgun Ellefu eru látnir og 58 særðir eftir bílsprengjusjálfsmorðsárás gegn bílalest hermanna í austurhluta Afganistans í morgun. 13.11.2008 08:57
Stór-glæpamaður of stór fyrir fangaklefa Kanadískum fanga var sleppt úr fangelsi áður en hann hafði afplánað dóm sinn þar sem hann var of feitur til að rúmast í fangaklefa. 13.11.2008 08:16
Handtekin eftir innbrot í Hveragerði Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu par á þrítugsaldri á sjötta tímanum í morgun, þegar það var á leið til borgarinnar á vörubíl, eftir innbrot í iðnaðarhús í Hveragerði í nótt. 13.11.2008 08:14
Úrgangi fargað á laun á Ítalíu Ítölsk heilbrigðisyfirvöld rak í rogastans þegar þau uppgötvuðu iðnaðarúrgang sem hafði verið grafinn niður með leynd í úthverfi Napólí. 13.11.2008 07:29
Norskir innbrotsþjófar slá af kröfunum Óprúttnir aðilar sjá sér víða leik á borði og Norðmenn horfa nú upp á öldu rána og þjófnaða sem enginn eðlilegur þjófur hefði látið standa sig að fyrir aðeins nokkrum vikum. 13.11.2008 07:27
Spá 45 prósenta aukningu gróðurhúsalofttegunda Ekki er útilokað að gróðurhúsalofttegundir í andrúmslofti jarðar muni aukast um 45 prósent fram til ársins 2030. 13.11.2008 07:23