Erlent

Norskir innbrotsþjófar slá af kröfunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Óprúttnir aðilar sjá sér víða leik á borði og Norðmenn horfa nú upp á öldu rána og þjófnaða sem enginn eðlilegur þjófur hefði látið standa sig að fyrir aðeins nokkrum vikum.

Það virðist nú vera tíska meðal innbrotsþjófa að brjótast inn í smáfyrirtæki sem þeir litu ekki við áður og stela þaðan skiptimynt og öðru nánast verðlausu í skjóli nætur. Þannig varð lítill pizzastaður í Florø fyrir barðinu á þjófum í nótt en það lítilræði sem þeir höfðu upp úr krafsinu stóð að sögn lögreglu varla undir bensínkostnaði þjófanna við að aka til og frá brotavettvanginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×