Erlent

Danskur hermaður dæmdur fyrir voðaskot

MYND/AP

Dómstóll í Hilleröd í Danmörku dæmdi í dag danskan hermann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa orðið félaga sínum í hernum að bana í búðum Dana í Afganistan fyrr á árinu.

Hermennirnir voru ásamt öðrum að búa sig fyrir æfingu þegar skot hlupu fyrir slysni af vélbyssu hins ákærða í höfuðið á félaga hans. Hann lést samstundis. Hinn ákærði sagði fyrir dómi að hann hefði ekki vitað að byssan væri hlaðin eða hún sneri að félaga hans.

Dómurinn komst hins vegar að því að hermaðurinn hefði gert alvarleg mistök með því að gæta ekki að því hvort vélbyssan væri hlaðin inni í búðunum. Hermaðurinn hefur þegar ákveðið að áfrýja dómnum vegna voðaskotsins til æðri dómstóls.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×