Erlent

Úrgangi fargað á laun á Ítalíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt,
Myndin tengist ekki þessari frétt,

Ítölsk heilbrigðisyfirvöld rak í rogastans þegar þau uppgötvuðu iðnaðarúrgang sem hafði verið grafinn niður með leynd í úthverfi Napólí.

Ítalir taka náttúruspjöll ákaflega föstum tökum og voru 17 manns handteknir vegna málsins. Haglega hafði verið gengið frá úrganginum og hann safnast upp um árabil á fáförnu svæði utan við borgina.

Sorpeyðing er reyndar að verða stórvandamál sums staðar á Ítalíu en það er allt annað en auðvelt að henda reiður á ólöglegri losun sorps því mafían á og rekur fjölda sorpeyðingarstöðva sem gagnast hvort tveggja sem peningaþvottavélar og ólöglegar sorpgrafir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×