Erlent

Talibanar vilja stöðva aftökur - annarra

Ekki drepa okkur.
Ekki drepa okkur.

Afganistan hóf aftökur á nýjan leik í þessari viku eftir árs hlé. Níu manns hafa verið teknir af lífi fyrir morð, nauðganir og mannrán. Þrír talibanar voru í þeim hópi.

Um 120 manns til viðbótar hafa verið dæmdir til dauða og bíða aftöku. Í þeim hópi eru margir talibanar. Þess er beðið að Hamid Karzai forseti staðfesti aftökuskipanir.

Í orðsendingu talibana til Sameinuðu þjóðanna er dregið í efa að þeirra menn hafi fengið réttláta málsmeðferð.

Sjálfir eru talibanar alræmdir fyrir aftökur án dóms og laga. Þeir hafa drepið hundruð hermanna og óbreyttra borgara sem þeir hafa náð á sitt vald. Og þeir hafa drepið mikinn fjölda til viðbótar í hryðjuverkaárásum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×